Knattspyrnufélagið FRAM

Kvenna og Herrakvöld FRAM 8 og 9 nóv. Flott dagskrá og matur í boði.

Flottur maturHerrakvöld FRAM verður haldið föstudaginn 8. nóvember í  veislusal okkar Framara

Frábær skemmtun þar sem ræðumaður er engin annar en Þorsteinn Guðmundsson leikari, 
Sólmundur Hólm fer með gamanmál eins og honum einum er lagið.

Veislustjórn verður svo í höndum Sigurðar Inga Tómassonar

Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00

 Happdrættið og málverkauppboðið verður á sínum stað undir styrkri stjórn Sigurðar Inga Tómassonar.

Þóra okkar sér um að allir væti kverkarnar reglulega þannig að nú er bara að mæta.       Takið kvöldið frá !

 Boðið verður upp á frábært hlaðborð frá Laugaási

Allir karlar, Framarar, ungir, gamlir, það verður gríðarleg stemming eins og alltaf.

 Miðasala í Íþróttahúsi Fram –  pantið í síma  533 5600,    miðaverð kr. 7500.-  sjáumst hressir

StuðmyndKvennakvöld Fram verður haldið laugardaginn 9. nóvember í veislusal okkar Framara.

 Miðasala er hafin á Kvennakvöld Fram og kostar miðinn 5.500 kr.

Dagskrá:

–         Fordrykkur
–         Matur frá Ragnari í Laugaás
–         Jón Jónsson mætir á svæðið og skemmtir 
–         Glæsilegt happdrætti meistaraflokks.


Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:00. Hægt er að kaupa miða í Framheimilinu og á netinu.

Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá

Sigrún: sibragadottir@actavis.com                gsm: 892-7385
Gyða:   gydamaria@internet.is                       gsm: 896-1085
Sigga: Sigridur.B.Bjornsdottir@landsbankinn.is gsm. 863-0156

 Fjölmennum á þetta frábæra kvennakvöld og styðjum stelpurnar í meistaraflokki FRAM.

Aðalstjórn FRAM

Á döfinni

Sun. 15. okt. | FRAM 28 – 24  Grótta
Olís deild Karla FRAMhús
Fim. 19. okt. | kl. 18:00 | FRAM – ÍBV
Olís deild Kvenna FRAMhús
Fös. 20. okt. | kl. 20:15 | FRAM U – Akureyri U
2. deild Karla FRAMhús
Lau. 21. okt. | kl. 12:00 | FRAM U – KA U
2. deild Karla FRAMhús
Lau. 21. okt. | kl. 14:00 | FRAM U – Valur U
Grill 66 deild Kvenna FRAMhús
Sun. 22. okt. | kl. 17:00 | Víkingur – FRAM
Olís deild Karla Víkin
Þri. 24. okt. | kl. 20:00 | FRAM – Haukar
Olís deild Kvenna FRAMhús
Þri. 31. okt. | kl. 20:00 | Þróttur U – FRAM U
2. deild Karla Laugardalshöll

Samstarfsaðilar