Knattspyrnufélagið FRAM

Dregur til tíðinda hjá yngri flokkunum í handbolta

Það verður nóg um að vera hjá yngri flokkum FRAM í handbolta á næstunni.  Leikið verður til undanúrslita í Íslandsmótinu á fimmtudag og föstudag.  Á sunnudag fara svo fram sjálfir úrslitaleikirnir.

 

Fimmtudaginn 1.maí fara fram tveir stórleikir í Íþróttahúsi FRAM þegar 3.flokkar karla og kvenna leika til undanúrslita á Íslandsmótinu.  Strákarnir mæta FH en stelpurnar Selfyssingum.

Fim. 1.maí kl. 11:30  FRAM – FH  4 liða úrslit 3.fl. karla FRAMhús

Fim. 1.maí kl. 13:30  FRAM – Selfoss  4 liða úrslit 3.fl. kvenna FRAMhús

Tilvalið að mæta í 106 ára afmæliskaffi FRAM og horfa svo á skemmtilega handboltaleiki í framhaldinu.

 

Föstudaginn 2.maí leikur 2.flokkur karla til undanúrslita á Íslandsmótinu gegn Haukum.  Sá leikur fer fram á Ásvöllum og hefst kl. 19:30.

Fös. 2.maí kl. 19:30  Haukar – FRAM  4 liða úrslit 2.fl. karla Haukahús.

 

Sunnudaginn 4.maí verður svo úrslitadagur yngri flokka í íþróttahúsinu í Austurbergi.

Leikjaplan sunnudagsins er hér fyrir neðan (allir leikirnir spilaðir í Austurbergi):

Kl. 10:00     4.fl. karla yngri
Kl. 11:30     4.fl. kvenna yngri
Kl. 13:00     4.fl. karla eldri
Kl. 14:30     4.fl. kvenna eldri
Kl. 16:00     3.fl. karla
Kl. 18:00     3.fl. kvenna
Kl. 20:00     2.fl. karla

FRAMarar eru hvattir til að mæta og styðja okkar efnilegu handboltaiðkendur á fimmtudag og föstudag og einnig á sunnudaginn í Austurbergi.

Áfram FRAM!

Á döfinni

Fös. 26. maí | kl. 19:15 | FRAM - ÍR
Inkasso-deild Karla Laugardalsvöllur
Fim. 1. júní | kl. 19:15 | Fjölnir -
Afturelding/FRAM
2.deild Kvenna Fjölnisvöllur
Lau. 3. júní| kl. 14:00 | Leiknir F. - FRAM
Inkasso-deild Karla Fjarðabyggðarhöllin
Mið. 7. júní | kl. 19:15 | Afturelding/FRAM -Augnablik
2.deild Kvenna Varmárvöllur
Fim. 8. júní | kl. 18:00 | FRAM - Þór
Inkasso-deild Karla Laugardalsvöllur
Sun. 11. júní | kl. 14:00 | Afturelding/FRAM - Fjarðab/Höttur/Leiknir F.
2.deild Kvenna Varmárvöllur

Samstarfsaðilar