Knattspyrnufélagið FRAM

Öruggur 7-1 FRAM sigur í Safamýrinni

FRAM - Hvíti Riddarinn kv IStelpurnar okkar í fótboltanum léku við Hvíta Riddarann í 1. deild kvenna í kvöld. Leikið var í Safamýrinni og ég held að okkar stelpum líði sérstaklega vel á FRAM grasinu.  Völlurinn loksins að verða boðlegur en hann hefur oftast verið betri en í sumar, veðrið dásamlegt og slæðingur af fólki á vellinum.
Stelpurnar byrjuðu leikinn í kvöld vel, náðu strax öllum völdum á vellinum og sótt stíft. Það skilaði árangri á 17 mín, þegar Anna Marzellíusar gerði gott mark og svo aftur á 30 mín. þegar Dagmar Ýr bætti við marki. Við fengum svo á okkur óþarfa mark á 41 mín. þegar við fengum á okkur víti. Staðan í hálfleik 2-1. Við miklu sterkari en þurfum að halda einbeitingu í svona leikjum.
Við byrjuðum síðar hálfleik vel, ljóst að við ætluðum ekkert að gefa eftir og mörkin fóru að detta inn.  Svandís Karlsdóttir setti mark á 52 mín, 3-1. Dagmar Ýr smellti einu á 65 mín, 4-1.  Svandís Karlsdóttir bætti við marki á 71 mín, 5-1.  Dagmar Ýr fullkomnaði þrennuna á 77 mín, 6-1.  Stelpan að spila vel í dag.
Bryndís María Theódórsdóttir kláraði svo leikinn með góðu skalla marki á 86 mín, lokatölur í kvöld 7-1.
Flottur leikur hjá okkar stúlkum liðið að spila mun betur en fyrri hluta sumars, unnum þetta lið 0-2 í fyrri leiknum og vorum í stögli lengi vel í þeim leik.  Við fengum mikið af færum í kvöld og áttum kannski að setja fleiri en það er ekki hægt að kvarta undan frammistöðunni í kvöld, áttum þennan leik með húð og hári.
Næsti leikur er eftir viku gegn KH á Valsvelli sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Á döfinni

Fös. 28. apríl | HK 0 - 1 FRAM
Borgunarbikar Karla Kórinn
Fös. 28. apríl | Hamrarnir 4 - 2 Afturelding/FRAM
Lengjubikar Kvenna KA-völlur
Fim. 4. maí | kl. 20:30 | FRAM - Valur
Olísdeild karla 4 liða úrslit leikur 3 FRAMhús
Fös. 5. maí | kl. 19:15 | HK - FRAM
Inkasso-deild Karla Kórinn
Lau. 6. maí | kl. 16:00 | Valur - FRAM
Olísdeild karla 4 liða úrslit leikur 4 Hlíðarendi
Lau. 6. maí | kl. 16:00 | Augnablik - Afturelding/FRAM
Borgunarbikar Kvenna Fagrilundur
Mán. 8. maí | kl. 20:15 | FRAM - Valur
Olísdeild karla 4 liða úrslit leikur 5 FRAMhús

Samstarfsaðilar