fbpx
fram-o-fjardabyggd-vefur

Góður sigur á Fjarðabyggð í Inkassódeildinni

ivan-parlovStrákarnir okkar í fótboltanum mættu Fjarðabyggð í síðast heimaleik okkar á þessu tímabili í Inkassódeildinni.  Það var slæðingur á vellinum, FRAMherjum boðið í vöflukaffi í hálfleik og létt yfir fólki.
Fyrri háflleikur var ekkert sérlega skemmtilegur, við í smá vandræðum á köflum en leikurinn í jafnvægi.  Við fengum nokkra möguleika en ekkert sem vert er að taka fram. Staðan í hálfleik 0-0.
Við FRAMarar óskuðum eftir meira fjöri í síðari hálfleiki og það fengum við, það var mun meira líf og barátta í liðinu, Ási gerði breytingar sem virkuðu vel, Ivan Parlov og Alex komu inn og það breytti leiknum fyrir okkur.  Við fengum reyndar á okkur mark á 61 mín. sem við vorum ósáttir við en ég veit ekki alveg hvort það er neitt við þessu að segja.  Allavega eitthvað til að rífast um, það er ljóst, svo er  hægt að skoða á videóinu hér að neðan og meta þetta.  Við náðum að setja gott mark og jafna leikinn á 76 mín. þegar Ivan Parlov skallaði góða fyrirgjöf  Arnars Sveins í markið.  Við kláruðum svo leikinn á 90 mín. þegar Ivan Parlov gerði sitt annað mark í leiknum eftir sendinu frá Ivan Bubalo, vel gert hjá þeim  strákum.  Lokatölur 2-1, sigur í Laugardalnum.
Leikurinn svo sem ekki okkar besti en sigur og strákarnir voru að leggja sig fram.  Jákvætt að spila ekkert sérstaklega vel en vinna og mjög jákvætt að koma sterkari inn í síðari hálfleikinn.
Flottur sigur, vel gert strákar.
Næsti leikur og okkar síðasti á þessu sumri verður á laugardag í Grindavík, sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM
Mörkin í leiknum er hægt að sjá hérna https://www.youtube.com/watch?v=y9AWaM1HXaI&feature=youtu.be

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!