Knattspyrnufélagið FRAM

Hörkufjör í „öldungablaki“ í Ingunnarskóla

blakhopur-des-2016Í haust kom saman hópur áhugasamra blakspilara sem langaði að víkka út svið Almenningsíþróttadeildar FRAM og hefja reglubundnar æfingar í blaki. Hópurinn tók á leigu tíma í íþróttahúsi Ingunnarskóla og hóf æfingar strax í byrjun sept. Það var nokkuð stór hópur sem byrjaði en eins og gengur þá fækkaði aðeins þegar á veturinn leið. Hópurinn réð til sín þjálfara en Natalia Ravva var fenginn í verkið og er hópurinn sérstaklega heppin með þá ráðningu. Natalia er þrautreyndur blakari bæði sem leikmaður og þjálfari.  Æfingar hafa því gengið vel, miklar framfarir hafa orðið hjá hópnum á þessum stutta tíma og mikil ánægja með hvernig til hefur tekist.  Hópurinn núna samanstendur að tæplega 20 einstaklingum sem eru núna farnir að æfa blak tvisvar í viku og góð stemming í hópnum.   Enn er hægt að bætast í hópinn en hópurinn ætlar að halda í ótrauður áfram á nýju ári.
Þeir sem hafa áhuga á því að bætast í hópinn geta látið sjá sig á æfingum sem eru á:
Þriðjudögum í Ingunnarskóla kl. 20:00-21:00
Miðvikudögum í Sæmundarskóla kl. 20:00-21:00.
Eins er hægt að fylgjast með hópnum á facebook síðu hópsins „Öldungablak FRAM“ þar er hægt að senda inn fyrirspurnir og fá upplýsingar.
Virkilega flott framtak og verður spennandi að sjá hvernig hópinn mun vaxa og dafna á næstu árum.

ÁFRAM FRAM

Á döfinni

Fös. 26. maí | kl. 19:15 | FRAM - ÍR
Inkasso-deild Karla Laugardalsvöllur
Fim. 1. júní | kl. 19:15 | Fjölnir -
Afturelding/FRAM
2.deild Kvenna Fjölnisvöllur
Lau. 3. júní| kl. 14:00 | Leiknir F. - FRAM
Inkasso-deild Karla Fjarðabyggðarhöllin
Mið. 7. júní | kl. 19:15 | Afturelding/FRAM -Augnablik
2.deild Kvenna Varmárvöllur
Fim. 8. júní | kl. 18:00 | FRAM - Þór
Inkasso-deild Karla Laugardalsvöllur
Sun. 11. júní | kl. 14:00 | Afturelding/FRAM - Fjarðab/Höttur/Leiknir F.
2.deild Kvenna Varmárvöllur

Samstarfsaðilar