Knattspyrnufélagið FRAM

FRAM Deildarmeistari í 3. fl. karla 2. deild

Deildarmeistarar 2017 3. fl.ka.Strákarnir okkar í 3. fl. karla í handbolta, urðu í dag Deildarmeistarar í 2. deild Íslandsmótsins í handbolta.

Strákarnir léku í dag sinn síðasta leik í deildinni og höfðu sigur í hörkuleik gegn Stjörnunni. Strákarnir voru reyndar búnir að tryggja sér deildarmeistaratitilinn fyrir þennan leik því engin lið áttu möguleika á að ná okkur að stigum.

Strákarnir léku 18 leiki í vetur, unnu 15 og töpuðu aðeins tveimur leikjum naumt. Þetta þýðir að strákarnir eru komnir í úrslitakeppni Íslandsmótisins og mun þar örugglega gera atlögu að stóra titlinum, Íslandsmeistaratitlinum í 3. fl. karla.

Það verður því spennandi að sjá hvernig við stöndum gegn 6 sterkustu liðum 1. deildar þegar úrslitakeppnin hefst eftir páska.
Til hamingju með Deildarmeistaratitilinn FRAMarar.

ÁFRAM FRAM

Á döfinni

Fös. 26. maí | kl. 19:15 | FRAM - ÍR
Inkasso-deild Karla Laugardalsvöllur
Fim. 1. júní | kl. 19:15 | Fjölnir -
Afturelding/FRAM
2.deild Kvenna Fjölnisvöllur
Lau. 3. júní| kl. 14:00 | Leiknir F. - FRAM
Inkasso-deild Karla Fjarðabyggðarhöllin
Mið. 7. júní | kl. 19:15 | Afturelding/FRAM -Augnablik
2.deild Kvenna Varmárvöllur
Fim. 8. júní | kl. 18:00 | FRAM - Þór
Inkasso-deild Karla Laugardalsvöllur
Sun. 11. júní | kl. 14:00 | Afturelding/FRAM - Fjarðab/Höttur/Leiknir F.
2.deild Kvenna Varmárvöllur

Samstarfsaðilar