Knattspyrnufélagið FRAM

Góður og öruggur sigur á ÍBV í Olísdeild kvenna

Guðrún Ósk gegn HaukumStelpurnar okkar í handboltanum mættu ÍBV á heimavelli í dag,  ljóst að um hörkuleik yrði að ræða enda um tvö mjög sterk lið að ræða.  Það var alveg þokkalega mætt, alltaf erfitt að fá fólk inn í hús þegar sólin skín. En okkar fólk mætt og lét í sér heyra. Takk FRAMarar.
Það var smá óðagot á okkur í byrjun, misstum boltann þrisvar á fyrstu fjórum mínútum leikisins, en náðum svo aðeins að laga okkar leik.  Varnarleikurinn góður og Guðrún í fullu fjöri. Staðan eftir 10 mín. 6-3.   Við héldum áfram að keyra á ÍBV liðið og þær áttu ekkert í okkur á þessum kafla, varnarleikur okkar til fyrirmyndar. Vorum samt að tapa boltanum alltof mikið, ferlegt að nýta þetta ekki betur.  Staðan eftir 20 mín. 11-6.  Við kláruðum hálfleikinn vel, þökk sé vörn og markvörslu, sóknarlega vorum við klaufar og ég held að við höfum tapað boltanum átt í 20 sinnum í fyrri hálfleiks sem er hrikalegt.  Staðan góð í hálfleik en ljóst að við mættum ekkert slaka á og þyrftum að laga boltafeila, hálfleikstölur 14-9.
Við byrjuðum heldur illa og þá sér í lagi sóknarlega, fengum á okkur nokkur mörk úr hröðum upphlaupum og vandræðagangur á okkur, staðan eftir 40 mín. 16-14.  Við náðum svo að laga okkar leik, og fórum aftur í 6 mörk 20-14 og mér fannst þetta vera í okkar höndum.  Varnarlega vorum við fínar og það lagði grunninn að öruggum sigri í dag.  Staðan eftir 50 mín, 22-18 og lokatökur 26-22.
Við hefðum átt að gera miklu betur í dag, sóknar/sendingar-feilar í dag voru sjálfsagt hátt í 30 sem er lagt frá því að vera í lagi, samt gerðum við 26 mörk, það segir allt sem segja þarf.  Varnarlega vorum við fínar og Guðrún góð að venju með hátt í 20 bolta varða, það lagði grunninn í dag.  Gríðarlega mikilvægur sigur og í raun mjög sannfærandi.  Vel gert stelpur.
Nú verður gert smá hlé í boltanum hjá stelpunum og næsti leikur er ekki fyrr en föstudaginn 24. mars gegn Val að Hlíðarenda. Bóka það hjá sér.

ÁFRAM FRAM

Á döfinni

Fim. 19. okt. | FRAM 33 – 30 ÍBV
Olís deild Kvenna FRAMhús
Fös. 20. okt. | FRAM U 35 – 30 Akureyri U
2. deild Karla FRAMhús
Lau. 21. okt. | FRAM U  31 – 35 KA U
2. deild Karla FRAMhús
Lau. 21. okt. | kl. 14:00 | FRAM U – Valur U
Grill 66 deild Kvenna FRAMhús
Sun. 22. okt. | kl. 17:00 | Víkingur – FRAM
Olís deild Karla Víkin
Þri. 24. okt. | kl. 20:00 | FRAM – Haukar
Olís deild Kvenna FRAMhús
Þri. 31. okt. | kl. 20:00 | Þróttur U – FRAM U
2. deild Karla Laugardalshöll

Samstarfsaðilar