Knattspyrnufélagið FRAM

Strákarnir í 2. flokki karla Deildarmeistarar 2017

2. flokkur deildarmeistararStrákarnir okkar í 2. fl. karla urðu í gærkvöldi Deildarmeistarar í handbolta þegar þeir lögðu Hauka að velli að strandgötu 23-32. Strákarnir hafa verið að spila vel í vetur og þó þeir eigi einn leik eftir var ljóst að með sigri í gær gæti ekkert lið náð þeim að stigum.  Sannarlega vel gert og mikið álag á mörgum okkar strákum sem eru líka að spila töluvert með meistaraflokki.  Þjálfarar hafa samt stýrt þessu töluvert í vetur og strákarnir sem eru að spila mest með meistaraflokki spila ekki alla leiki með 2. flokki.
Til hamingju strákar og það verður spennandi að fylgjast með úrslitakeppni 2. flokks þegar hún fer afstað eftir páska.

ÁFRAM FRAM

Á döfinni

Mán. 24. júlí | FRAM 3 - 0 Leiknir R.
Inkasso-deild Karla Laugardalsvöllur
Þri. 25. júlí | kl. 19:15 | Afturelding/FRAM - Hvíti Riddarinn
2. deild Kvenna Varmárvöllur
Fös. 28. júlí | kl. 19:15 | Augnablik - Afturelding/FRAM
2. deild Kvenna Fagrilundur
Þri. 1. ágúst | kl. 19:15 | ÍR - FRAM
Inkasso-deild Karla ÍR-völlur
Mið. 2. ágúst | kl. 19:15 | Afturelding/FRAM - Álftanes
2. deild Kvenna Varmárvöllur

Samstarfsaðilar