Knattspyrnufélagið FRAM

Úrslit úr Sumarhlaupi FRAM Í Grafarholti og Úlfarsárdal á sumardaginn fyrsta

Sumarhlaup FRAM 2017 var venju samkvæmt haldið að morgni sumardagsins fyrsta í Grafarholtinu.

Rúmlega fjórir tugir Framara sprettu úr spori í ágætu en svölu sumarveðrinu. Tvær vegalengdir voru í boði, 3 km og 5 km. Veitt voru verðlaun fyrir efstu sætin í hverjum flokki. Öll börn fengu verðlaunapening fyrir þátttöku sína í hlaupinu.

Það voru þreyttir en ánægðir hlauparar sem komu í mark í Leirdalnum. Þeir sem vildu gátu svalað þorsta sínum og hlaðið batteríin með Hleðslu frá MS að hlaupi loknu.

Almenningsíþróttadeild FRAM þakkar öllum sem mættu kærlega fyrir þátttökuna og vonast eftir enn fleiri þátttakendum á næsta ári.

Hér fyrir neðan eru nöfn og tímar sigurvegaranna í hverjum flokki fyrir sig.

3 km dömur 12 ára og yngri
1. Arnbjörg 15:09
2. Andrea 18:39
3. Guðrún Eva 20:06

3 km herrar 12 ára og yngri
1. Oliver Nói 15:54
2. Óskar Jökull 16:21
3. Hrannar 16:25

3 km herrar eldri en 12 ára
1. Þórður 16:49
2. Einar 29:01
3. Pétur 30:41

5 km herrar 12 ára og yngri
1. Mikael Trausti 22:03
2. Aldar Freyr 37:42

5 km dömur eldri en 12 ára
1. Lóa Birna 25:28
2. Bergrún Ósk 29:02
3. Eydís Birta 31:47

5 km herrar eldri en 12 ára
1. Steinn 20:19
2. Eiríkur 22:40
3. Viktor 26:02

Á döfinni

Lau. 23. sept. | FRAM 31 – 21 Fjölnir
Olísdeild Kvenna FRAMhús
Lau. 23. sept. | FRAM 0 – 4 Þróttur
Inkasso-deild Karla Laugardalsvöllur
Lau. 23. sept. | FH 28  – 24 FRAM U
Grill 66 deild Kvenna Kaplakriki
Lau. 23. sept. | kl. 16:00 | Fjölnir U – FRAM U
2. deild Karla Dalhús
Mán. 25. sept. | kl. 19:30 | FRAM – Selfoss
Olísdeild Karla FRAMhús
Fim. 28. sept. | kl. 19:30 | FRAM – Afturelding
Olísdeild Karla FRAMhús
Fös. 29. sept. | kl. 20:00 | ÍR U – FRAM U
2. deild Karla Austurberg
Sun. 8. okt. | kl. 18:00 | FRAM U – HK
Grill 66 deild Kvenna FRAMhús

Samstarfsaðilar