Knattspyrnufélagið FRAM

2. fl.karla í handbolta leikur til úrslita á Íslandsmótinu

Strákarnir okkar í 2. fl.ka. í handbolta leika til úrslita á Íslandsmótinu í handbolta, þetta varð ljóst í gærkveldi þegar strákarnir mættu HK í undanúrslitum en leikið var í FRAMhús að viðstöddu fjölmenni.
Liðið varð deildarmeistari á dögunum, mætti Gróttu í 8 liða úrslitum í hörkuleik sem vannst þó að lokum nokkuð örugglega. Við fengum svo eins og áður sagði HK í heimsókn í gær, þar var boðið upp á annan hörkuleik og var mjótt á munum en það fór þannig að lokum að við unnum öruggan fjögurra marka sigur 26-22. Þar með var sæti í úrslitaleiknum tryggt en þar munum við mæta lið Víkings en FRAM og Víkingur enduðu í tveimur efstu sætum deildarkeppninnar og þetta kemur því ekki alveg á óvart.
Það er því ljóst að það verður boðið upp á alvöru úrslitaleik á laugardag kl. 16:00 í Fylkishöll.
Strákarnir í 2. flokki hafa leikið vel í vetur eru bikarmeistarar og deildarmeistarar en núna er stóri titillinn í boði og sá sem allt snýst um, við hvetjum því alla FRAMara til að mæta í Fylkishöllina á laugardag og hvetja strákana okkar til sigurs. Þarna fara okkar framtíðarleikmenn sem ætla að selja sig dýrt.
Vel gert drengir og sjáumst hressir á laugardag.

ÁFRAM FRAM

Á döfinni

Mán. 24. júlí | FRAM 3 - 0 Leiknir R.
Inkasso-deild Karla Laugardalsvöllur
Þri. 25. júlí | kl. 19:15 | Afturelding/FRAM - Hvíti Riddarinn
2. deild Kvenna Varmárvöllur
Fös. 28. júlí | kl. 19:15 | Augnablik - Afturelding/FRAM
2. deild Kvenna Fagrilundur
Þri. 1. ágúst | kl. 19:15 | ÍR - FRAM
Inkasso-deild Karla ÍR-völlur
Mið. 2. ágúst | kl. 19:15 | Afturelding/FRAM - Álftanes
2. deild Kvenna Varmárvöllur

Samstarfsaðilar