Knattspyrnufélagið FRAM

Beltapróf taekwondo deildar

Formlegu vetrarstarfi taekwondo iðkenda Fram lauk um helgina með beltaprófi deildarinnar í Safamýri. Mikil eftirvænting ríkti á meðal iðkenda enda hafa æfingar verið stífar í vetur og iðkendur spenntir að sýna prófdómurum og áhorfendum afraksturinn.

Prófið var ítarlegt og krefjandi en allir stóðust það með sóma. Það var því ákaflega glaður og stoltur hópur sem stillti sér upp fyrir myndatöku með ný og verðskulduð belti.

Sérstakar viðurkenningar voru veittar og fékk Jökull Hólm viðurkenningu fyrir að vera „fyrirmyndar nemandi“ og „Anna Jasmine“ fyrir mestu framfarir. Iðkendur deildarinnar hafa einnig verið duglegir að keppa á mótum vetrarins, bæði í bardaga og tækni, og oftar en ekki endað í verðlaunasæti. Það er ljóst að deildin býr yfir miklum efniviði. Að hefðbundnu prófi loknu þeyttu tveir iðkendur forpróf fyrir svart belti.

Nú er svo komiðað próf fyrir svört belti eru sameiginleg fyrir öll félög og haldin á vegum Taekwondosambands Íslands. Iðkendur okkar stóðust forprófið og munu því taka þátt í sameiginlegu svartabeltisprófi TKÍ í Ármannsheimilinu föstudaginn 26. maí kl.  16.00-20.00. Það er alltaf stór viðburður þegar deildin eignast nýja svartbeltinga, við hvetjum því alla til að koma og styðja við bakið á okkar konum.

Stjórn TKD Fram

 

Á döfinni

Sun. 15. okt. | FRAM 28 – 24  Grótta
Olís deild Karla FRAMhús
Fim. 19. okt. | kl. 18:00 | FRAM – ÍBV
Olís deild Kvenna FRAMhús
Fös. 20. okt. | kl. 20:15 | FRAM U – Akureyri U
2. deild Karla FRAMhús
Lau. 21. okt. | kl. 12:00 | FRAM U – KA U
2. deild Karla FRAMhús
Lau. 21. okt. | kl. 14:00 | FRAM U – Valur U
Grill 66 deild Kvenna FRAMhús
Sun. 22. okt. | kl. 17:00 | Víkingur – FRAM
Olís deild Karla Víkin
Þri. 24. okt. | kl. 20:00 | FRAM – Haukar
Olís deild Kvenna FRAMhús
Þri. 31. okt. | kl. 20:00 | Þróttur U – FRAM U
2. deild Karla Laugardalshöll

Samstarfsaðilar