Knattspyrnufélagið FRAM

FRAMarar bestir á lokahófi HSÍ

Við FRAMarar hreinlega sópuðum að okkur verðlaunum á lokahófi HSÍ sem haldið var í Gullhömrum í gærkveldi. Það er varla hægt að biðja um betri endi á frábærum vetri hjá okkar frábæta handboltafólki.

Stein­unn Björns­dótt­ir var  val­in besti leik­maður Olís-deilda kvenna  og ekki nóg með það heldur var
Vikt­or Gísli Hall­gríms­son valinn efni­leg­asti leikmaður deildarinnar.

Stein­unn  var ekki hætt því hún var  valin besti varnarmaður deildarinnar sem kemur fáum á óvart. Steinunn  hlaut einnig Sig­ríðarbik­ar­inn sem mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Það eru þjálf­ar­ar liða í úr­vals­deild­inni sem velja mik­il­væg­ustu leik­menn úr­vals­deild­arinnar  hverju sinni og er þessi bikar því mikil viðurkennig fyrir Steinunni.

Guðmund­ur Helgi Páls­son og Stefán Arn­ar­son, þjálfarar okkar FRAMara  voru vald­ir þjálf­ar­ar árs­ins. Það verður bara að teljast ansi gott að eiga báða þjálfara ársins að þessu sinni.

Guðrún Ósk Marías­dótt­ir var valinn besti markvörður Olís-deild­ar kvenna og það val kom reyndar ekki heldur á óvart því Guðrún lék gríðarlega vel í vetur.

Að lokum fékk Andri Þór Helgason  háttvisíverðlaun HDSÍ sem veitt erum þeim leikmann sem þykir skara framúr í háttvísi innan vallar sem utan.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þau verðlaun sem við FRAMarar fengum í kvöld.

Hátt­vísi­verðlaun HDSÍ karla 2017:
Andri Þór Helga­son – Fram

Besti varn­ar­maður Olís deild­ar kvenna 2017:
Stein­unn Björns­dótt­ir – Fram

Besti markmaður Olís deild­ar kvenna 2017:
Guðrún Ósk Marías­dótt­ir – Fram

Sig­ríðarbik­ar­inn 2017:
Stein­unn Björns­dótt­ir – Fram

Besti þjálf­ari í Olís deild­ar kvenna 2017:
Stefán Arn­ar­son – Fram

Besti þjálf­ari í Olís deild­ar karla 2017:
Guðmund­ur Helgi Páls­son – Fram

Efni­leg­ast leikmaður Olís deild­ar karla 2017:
Vikt­or Gísli Hall­gríms­son – Fram

Besti leikmaður í Olís deild­ar kvenna 2017:
Stein­unn Björns­dótt­ir – Fram

Sannarlega frábært kvöld fyrir okkur FRAMara en kvöldið hófst á flottu boði í bílaumboðið Öskju, en KIA var aðalstyrktaraðili FRAM í vetur og þökkum við þeim fyrir  frábærar móttökur í gær og stuðning í vetur.

Innilega til hamingju FRAMarar við erum gríðarlega stolt af ykkur.

ÁFRAM FRAM

Hann Jói Krsitins var auðvitað á svæðinu og tók mikið af glæsilegum myndum kíkið á þetta allt hér http://frammyndir.123.is/pictures/

 

Á döfinni

Sun. 15. okt. | FRAM 28 – 24  Grótta
Olís deild Karla FRAMhús
Fim. 19. okt. | kl. 18:00 | FRAM – ÍBV
Olís deild Kvenna FRAMhús
Fös. 20. okt. | kl. 20:15 | FRAM U – Akureyri U
2. deild Karla FRAMhús
Lau. 21. okt. | kl. 12:00 | FRAM U – KA U
2. deild Karla FRAMhús
Lau. 21. okt. | kl. 14:00 | FRAM U – Valur U
Grill 66 deild Kvenna FRAMhús
Sun. 22. okt. | kl. 17:00 | Víkingur – FRAM
Olís deild Karla Víkin
Þri. 24. okt. | kl. 20:00 | FRAM – Haukar
Olís deild Kvenna FRAMhús
Þri. 31. okt. | kl. 20:00 | Þróttur U – FRAM U
2. deild Karla Laugardalshöll

Samstarfsaðilar