Knattspyrnufélagið FRAM

Sorg og sút í Mýrinni í dag

Það var úrslitaleikur númer eitt,  þegar við mættum Stjörnunni í dag í 3 leik liðanna í úrslitum Olísdeildar kvenna. Fyrir leikinn vorum við í lykilstöðu 2-0 eftir tvo leiki, við áttum sem sé möguleika á því að lyfta bikarnum í Mýrinni í dag.  Það var gríðarlega vel mætt af okkar hálfum og ég fullyrði að við FRAMarar vorum í meirihluta í húsinu, algjörlega frábært að sjá alla þessa FRAMara á svæðinu. Magnað hvað við FRAMarar eigum mikið af sauðtryggu fólki sem er endalaust til í mæta og styðja okkar stelpur.
FRÁBÆRT Framarar, þið eruð dásamlegir.

Leikurinn í dag var hinsvegar svona og svona, stundum hafði ég meira gaman af því að horfa á  minn fallega hóp á áhorfendabekkjunum en liðið inni á vellinum, það gerist ekki oft.  Við mættu ekki til leiks í dag og ég verð hugsi þegar við sýnum þessar leiðindar hliðar, hvað er í gangi stelpur ?
Það var heinlega ekkert að frétta í fyrri hálfleik, við lengi vel ekki að spila vörn , markvarslan eftir því og sóknarleikurinn algjörlega kraftlaus. Stjarnan hreinlega pakkaði okkur sama og okkur var alveg sama ?
Ég ræddi við þjálfarateymi okkar fyrir helgi og ég veit að þetta var ekki uppleggið í dag.  Staðan í hálfleik 13-6.
Magnað hvað leikmenn geta mætt algjörlega hauslausir til leiks vitandi það að þeir eru að mæta Stjörnunni sem þær mættu t.d í bikarúrslitum og þá var okkur pakkað svona saman í fyrri hálfleik.  Þetta kom ekki á óvart var það ?
Síðari hálfleikur var svo sem ekki mikið betri og ég nenni ekki að fara mikið yfir málin, við fengum mörg tækifæri til að komast inn í þenna leik, en því miður lá það bara ekki fyrir okkar í dag.  Margir leikmenn langt frá sínu besta sem er ekki ásættanlegt í úrslitum.  En hvað um það, við sýndum á köflum góða takta og þegar vörnin small og við börðum aðeins frá okkur átti Stjarnan ekki möguleika, þessir kaflar voru því miður mjög stuttir og fáir í dag.  Lokatölur 23-19.

Stelpur þið getið það sem þið viljið en við þurfum að spila mun betur en í dag, ég lofa fullu húsi á miðvikudag í FRAMhúsi, því allir sem ég þekki og jafnvel mun fleiri ætla að mæta og sjá ykkur spila upp á líf og dauða í heimavelli. Það verður síðasti heimaleikurinn þennan veturinn og eins gott að nýta hann, ég bara nenni ekki að hlusta á þennan gaur í Mýrinni hann er ekki minn tebolli.   Ég veit hvað þið getið og ég ætlast til að sjá ykkur algjörlega brjálaðar á miðvikudag, hvet alla FRAMarar til að mæta og stútfylla FRAMhúsið í síðasta sinn þennan veturinn.  FRAMarar nú mæta allir og gott betur en það. Ég lofa stuði og stemmingu.

ÁFRAM FRAM

Á döfinni

Lau. 23. sept. | FRAM 31 – 21 Fjölnir
Olísdeild Kvenna FRAMhús
Lau. 23. sept. | FRAM 0 – 4 Þróttur
Inkasso-deild Karla Laugardalsvöllur
Lau. 23. sept. | FH 28  – 24 FRAM U
Grill 66 deild Kvenna Kaplakriki
Lau. 23. sept. | kl. 16:00 | Fjölnir U – FRAM U
2. deild Karla Dalhús
Mán. 25. sept. | kl. 19:30 | FRAM – Selfoss
Olísdeild Karla FRAMhús
Fim. 28. sept. | kl. 19:30 | FRAM – Afturelding
Olísdeild Karla FRAMhús
Fös. 29. sept. | kl. 20:00 | ÍR U – FRAM U
2. deild Karla Austurberg
Sun. 8. okt. | kl. 18:00 | FRAM U – HK
Grill 66 deild Kvenna FRAMhús

Samstarfsaðilar