Knattspyrnufélagið FRAM

Viktor Gísli valinn í æfingahóp Íslands U-19, þar með er hann núna í æfingahópum Íslands U17, U19 og U21

Bjarni Fritzson landsliðs þjálfari Íslands  U-19 ára karla hefur valið æfingahóp fyrir sumarið 2017.
U-19 ára landslið karla tekur þátt í æfingamóti í Lubeck í Þýskalandi 29.júní – 2. júlí, en í ágúst fer svo fram HM 19 ára landsliða í Georgía og þar verða strákarnir okkar meðal þátttakenda.
Við FRAMarar erum stoltir af því að eiga einn fulltrúa í þessum æfingahópi en Viktor Gísli Hallgrímsson var valinn frá FRAM að þessu sinni.
Þetta þýðir að Viktor Gísli hefur núna verið valinn í U-17, U-19 og U-21 ára landslið Íslands og ljóst að drengurinn mun hafa nóg að snúast í sumar.  Það er jafnframt ljóst að Viktor mun ekki vera á fullu með öllum þessum landsliðum en HSÍ mun stýra álaginu í samráði við þjálfara.

Viktor Gísli Hallgrímsson                              Fram

Gangi þér vel Viktor

ÁFRAM FRAM

 

Á döfinni

Sun. 15. okt. | FRAM 28 – 24  Grótta
Olís deild Karla FRAMhús
Fim. 19. okt. | kl. 18:00 | FRAM – ÍBV
Olís deild Kvenna FRAMhús
Fös. 20. okt. | kl. 20:15 | FRAM U – Akureyri U
2. deild Karla FRAMhús
Lau. 21. okt. | kl. 12:00 | FRAM U – KA U
2. deild Karla FRAMhús
Lau. 21. okt. | kl. 14:00 | FRAM U – Valur U
Grill 66 deild Kvenna FRAMhús
Sun. 22. okt. | kl. 17:00 | Víkingur – FRAM
Olís deild Karla Víkin
Þri. 24. okt. | kl. 20:00 | FRAM – Haukar
Olís deild Kvenna FRAMhús
Þri. 31. okt. | kl. 20:00 | Þróttur U – FRAM U
2. deild Karla Laugardalshöll

Samstarfsaðilar