Knattspyrnufélagið FRAM

Karen kominn heim

Handknattleiksdeild Fram er sérstök ánægja að geta tilkynnt um að gengið hefur verið frá samningi við Karen Knútsdóttir um að leika með Fram.

Samningurinn er til þriggja ára og því ljóst að Karen er kominn heim.  Það þarf ekki að fjölyrða um það hvílíkur liðsstyrkur það er fyrir Fram að fá Karen til liðs við sig í baráttunni um að halda Íslandsmeistarabikarnum áfram í Safamýrinni.

Það þarf ekki að kynna Karen fyrir Fram enda Framari í húð og hár.  Karen lék síðast með Fram veturinn 2010 – 2011.  En hélt þá til Þýskalands og gekk til liðs við Blomberg/Lippe.  Eftir það spilaði hún með SönderjyskE í Danmörku og núna síðustu ár verið hjá Nice í Frakklandi.

Karen hefur átt fast sæti í Íslenska landsliðinu og verið fyrirliði þess undanfarin ár.

Þessi samningur er gott skref í þá átt að halda Fram áfram í fremstu röð í íslenskum kvennahandbolta.

 Velkomin heim Karen.

 Áfram Fram

Á döfinni

Sun. 15. okt. | FRAM 28 – 24  Grótta
Olís deild Karla FRAMhús
Fim. 19. okt. | kl. 18:00 | FRAM – ÍBV
Olís deild Kvenna FRAMhús
Fös. 20. okt. | kl. 20:15 | FRAM U – Akureyri U
2. deild Karla FRAMhús
Lau. 21. okt. | kl. 12:00 | FRAM U – KA U
2. deild Karla FRAMhús
Lau. 21. okt. | kl. 14:00 | FRAM U – Valur U
Grill 66 deild Kvenna FRAMhús
Sun. 22. okt. | kl. 17:00 | Víkingur – FRAM
Olís deild Karla Víkin
Þri. 24. okt. | kl. 20:00 | FRAM – Haukar
Olís deild Kvenna FRAMhús
Þri. 31. okt. | kl. 20:00 | Þróttur U – FRAM U
2. deild Karla Laugardalshöll

Samstarfsaðilar