Knattspyrnufélagið FRAM

Mikael Egill Ellertsson æfði með Norwich og valinn í Æfingahóp Íslands U17

Mikael Egill Ellertsson leikmaður 3.flokks Fram var nýverið við æfingar hjá enska félaginu Norwich.

Þetta var í annað skipti á þessu ári sem enska félagið býður Mikael til æfinga.  Hann hélt utan í maí og hefur greinilega náð að heilla forráðamenn félagsins sem buðu honum aftur til sín nú í ágúst.
Í báðum ferðum lék Mikael æfingaleiki með U16 og U18 ára liðum Norwich og tókst honum að skora mörk í þeim leikjum sem hann tók þátt í.
Norwich mun án efa fylgjast vel með Mikael áfram og verður gaman að fylgjast með framhaldinu.

Það hefur verið í nógu að snúast hjá Mikael í sumar.  Auk þess sem að leika með 3.flokki Fram lék hann sína fyrstu landsleiki fyrir Íslands hönd á Norðurlandamóti U16 ára landsliða sem fram fór í Keflavík í sumar.
Þar kom Mikael við sögu í tveimur leikjum, gegn Póllandi og Noregi.

Þá hefur Mikael verið valinn í úrtakshóp U17 ára landsliðsins fyrir undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Finnlandi í haust.

ÁFRAM AFRAM

 

Á döfinni

Mán. 18. sept. | Stjarnan 28 - 28 FRAM
Olísdeild Kvenna Mýrin
Mán. 18. sept. | Stjarnan 25 - 25 FRAM
Olísdeild Karla Mýrin
Lau. 23. sept. | kl. 13:30 | FRAM - Fjölnir
Olísdeild Kvenna FRAMhús
Lau. 23. sept. | kl. 14:00 | FRAM - Þróttur
Inkasso-deild Karla Laugardalsvöllur
Lau. 23. sept. | kl. 16:00 | FH - FRAM U
Grill 66 deild Kvenna Kaplakriki
Lau. 23. sept. | kl. 16:00 | Fjölnir U - FRAM U
2. deild Karla Dalhús
Mán. 25. sept. | kl. 19:30 | FRAM - Selfoss
Olísdeild Karla FRAMhús
Fim. 28. sept. | kl. 19:30 | FRAM - Afturelding
Olísdeild Karla FRAMhús
Fös. 29. sept. | kl. 20:00 | ÍR U - FRAM U
2. deild Karla Austurberg
Sun. 8. okt. | kl. 18:00 | FRAM U - HK
Grill 66 deild Kvenna FRAMhús

Samstarfsaðilar