Knattspyrnufélagið FRAM

Fram – Fjölnir – Góður sigur að lokum

Í gær tók meistaraflokkur Fram á móti verðandi nágrönnum okkar úr Gravarvoginum, Fjölni, í þriðju umferð OLÍS deildarinnar í handbolta.

Fín mæting að venju hjá okkar fólki í stúkunni.

Leikurinn byrjaði ekki nógu vel.  Fjölnir komst yfir 0 – 3 og voru mjög ákveðnar.  Fram náði samt mjög fljótlega áttum og var komið yfir 7 – 5 þegar 10 mínútur voru liðnar af leiknum.  Það gekk illa að slíta sig frá gestunum og munaði yfirleitt ekki nema 1 – 3 mörkum.  Fram var yfir 14 – 12 í hálfleik.  Ekki alveg nógu gott.

Seinni hálfleikurinn var mikið betur.  Þá mætti vörnin til leiks og Fram náði strax þægilegu forskoti sem mest varð 11 mörk undir lok leiksins.  Lokatölur 31 – 21 og Fram sigraði því seinni hálfleikinn 17 – 9.

Sóknarlega eigum við að geta betur en í dag.  Of mikið af tæknifeilum og stundum að flýta okkur of mikið.  En það er ekki slæmt að skora 31 mark í leik.

Sigurbjörg var óstöðvandi í dag og skoraði 10 mörk þrátt fyrir að hafa þurft að fara af velli um stund í fyrri hálfleik þegar hún fékk ljótan skurð á augabrún og lék eftir það með myndarlegan borða um ennið.  Frábær leikur hjá henni.

Eins og áður segir var vörnin lengi í gang í dag og náði sér ekki vel á strik fyrr en í seinni hálfleik.

Guðrún stóð að venju í markinu og varði 14 skot í leiknum

Mörk Fram í dag skoruðu:  Sigurbjörg 10, Þórey Rósa 6, Ragnheiður Júl 4, Elísabet 4, Hildur 4, Arna Þyri 2 og Marthe 1.

Nú verður smá hlé í deildinni hjá stelpunum vegna landsleikjahlés en næsti leikur er á móti Selfossi, á Selfossi 10. október n.k.

Ps. Það dróst að setja þessa frétt inná síðuna þar sem fréttaritari var vant við látinn að fylgjast með karókí keppni.

Áfram Fram

 

 

 

Á döfinni

Sun. 15. okt. | FRAM 28 – 24  Grótta
Olís deild Karla FRAMhús
Fim. 19. okt. | FRAM 33 – 30 ÍBV
Olís deild Kvenna FRAMhús
Fös. 20. okt. | kl. 20:15 | FRAM U – Akureyri U
2. deild Karla FRAMhús
Lau. 21. okt. | kl. 12:00 | FRAM U – KA U
2. deild Karla FRAMhús
Lau. 21. okt. | kl. 14:00 | FRAM U – Valur U
Grill 66 deild Kvenna FRAMhús
Sun. 22. okt. | kl. 17:00 | Víkingur – FRAM
Olís deild Karla Víkin
Þri. 24. okt. | kl. 20:00 | FRAM – Haukar
Olís deild Kvenna FRAMhús
Þri. 31. okt. | kl. 20:00 | Þróttur U – FRAM U
2. deild Karla Laugardalshöll

Samstarfsaðilar