Knattspyrnufélagið FRAM

Fram semur við þrjá unga og efnileg leikmenn

Handknattleiksdeild Fram hefur gengið frá samningum við þrjár ungar og efnilegar stelpur.  Þær verða hluti af æfingahópi meistaraflokks kvenna í vetur og munu ef vel gengur taka sín fyrstu skref með meistaraflokki Fram.  Samningar Fram við þessa leikmenn eru allir til tveggja ára.

Stelpurnar eru allar uppaldar í Fram og hafa leikið með Fram upp í gegnum alla yngri flokk félagsins. Það verður því spennandi að fylgjast með þessum leikmönnum á komandi árum og ekki ólýklegt að við sjáum þær á stórasviðinu áður en langt um líður. Auk þess munu þær spila með U liði FRAM í Grill 66 deildinni.

Þær sem skrifuðu undir eru:

Harpa María Friðgeirsdóttir.
Harpa María er fædd árið 2000.  Hún leikur í stöðu vinstri hornamanns.

Jónína Hlín Hansdóttir
Jónína Hlín er fædd árið 2000.  Hún leikur í stöðu vinstri skyttu og öflugur varnarmaður.

Ingunn Lilja Bergsdóttir.
Ingunn Lilja er fædd árið 1999.  Hún leikur í stöðu leikstjórnanda og vinstri skyttu.

Til hamingju FRAMarar

Handknattleiksdeild FRAM

 

Á döfinni

Sun. 15. okt. | FRAM 28 – 24  Grótta
Olís deild Karla FRAMhús
Fim. 19. okt. | FRAM 33 – 30 ÍBV
Olís deild Kvenna FRAMhús
Fös. 20. okt. | kl. 20:15 | FRAM U – Akureyri U
2. deild Karla FRAMhús
Lau. 21. okt. | kl. 12:00 | FRAM U – KA U
2. deild Karla FRAMhús
Lau. 21. okt. | kl. 14:00 | FRAM U – Valur U
Grill 66 deild Kvenna FRAMhús
Sun. 22. okt. | kl. 17:00 | Víkingur – FRAM
Olís deild Karla Víkin
Þri. 24. okt. | kl. 20:00 | FRAM – Haukar
Olís deild Kvenna FRAMhús
Þri. 31. okt. | kl. 20:00 | Þróttur U – FRAM U
2. deild Karla Laugardalshöll

Samstarfsaðilar