fbpx
Startið

Úrslit úr Sumarhlaupi FRAM Í Grafarholti og Úlfarsárdal á sumardaginn fyrsta

Sumarhlaup FRAM 2019 var venju samkvæmt haldið að morgni sumardagsins fyrsta í Grafarholtinu.

Metþátttaka var í hlaupinu í ár en alls luku 62 hlauparar keppni. Veðrið lék við hvurn sinn fingur og aðstæður allar hinar bestu. Tvær vegalengdir voru í boði, 3 km og 5 km. Veitt voru verðlaun fyrir efstu sætin í hverjum flokki. Öll börn fengu verðlaunapening fyrir þátttöku sína í hlaupinu.

Það voru þreyttir en ánægðir hlauparar sem komu í mark í Leirdalnum. Þeir sem vildu gátu svalað þorsta sínum og hlaðið batteríin með Hleðslu frá MS að hlaupi loknu.

Almenningsíþróttadeild FRAM þakkar öllum sem mættu kærlega fyrir þátttökuna og vonast eftir enn fleiri þátttakendum á næsta ári.

Hér fyrir neðan eru nöfn og tímar sigurvegaranna í hverjum flokki fyrir sig. Fleiri myndir neðst á síðunni.

3 km dömur 12 ára og yngri
1. Kristína Dodonova 17:05
2. Íris Hrönn Janusdóttir 17:22
3. Katla Kristín Hrafnkelsdóttir 18:21

3 km herrar 12 ára og yngri
1. Hektor Orri Ingimarsson 14:18
2. Alexander Kárason 14:25
3. Óskar Jökull Finnlaugsson 14:30

3 km dömur eldri en 12 ára
1. Anastasia Dodonova 17:05
2. Olga Sævarsdóttir 17:22
3. Ingibjörg Vigdísardóttir 25:18

3 km herrar eldri en 12 ára
1. Kári Þráinsson 15:56
2. Valur Valsson 16:21
3. Davíð Jóhannsson 16:42

5 km dömur yngri en 12 ára
1. Aníta Antonsdóttir 31:27
2. Sæunn Árný Sigmundsdóttir 32:39
3. Silja Katrín Gunnarsdóttir 34:57

5 km herrar 12 ára og yngri
1. Kjartan Óli Bjarnason 24:10
2. Tómas Njarðarson 39:39

5 km dömur eldri en 12 ára
1. Lóa Birna Birgisdóttir 24:41
2. Dalrós Ingadóttir 28:56
3. Auður Friðriksdóttir 30:20

5 km herrar eldri en 12 ára
1. Ingvar Hjálmarsson 24:39
2. Pétur Karlsson 24:56
3. Gunnar Friðriksson 25:53

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!