Knattspyrnufélagið FRAM

Vel heppnað páskamót Taekwondodeildar FRAM

Hið árlega páskamót taekwondo deildar Fram fór fram í sjöunda sinn nú um helgina. Þetta mót er nú orðið árlegur viðburður og er þess ávallt beðið með mikilli eftirvæntingu á meðal yngstu iðkendanna. Venjan hefur verið að halda mótið í Ingunnarskóla en vegna vaxandi vinsælda var það nú haldið í höfuðstöðvum Fram við Safamýri.

Á níunda tug barna frá fimm félögum komu og kepptu í bardaga og tækni. Margir voru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni enda mótið einmitt tilvalið fyrir byrjendur að öðlast sína fyrstu reynslu í keppni og kynnast iðkenndum frá öðrum félögum. Það sem einkennir þetta mót er að hér eru allir sigurvegarar því hér læra iðkendur að bera sig að í keppni og öllum hjálpað í gegn um hindranir eins og feimni og stress því megin markmiðið er að hafa gaman, eignast vini og sigra sjálfan sig. Það voru því ríflega áttatíu glæsilegir sigurvegarar sem uppskáru gullverðlaun og páskaegg fyrir framlag sitt á mótinu um helgina.

Framkvæmd mótsins gekk einstaklega vel að þessu sinni og þakkar Taekwondodeild Fram þakkar öllu því góða fólki sem lögðu hönd á plóg. Það er ekki sjálfgefið að lítil deild geti staðið fyrir opnum viðburði af þessari stærðargráðu. Við þökkum því hjartanlega öllum sem lögðu okkur lið, iðkendum, foreldrum, þjálfurum og ekki síst vinum úr öðrum félögum.

Takk og gleðilega páska.

Á döfinni

Lau. 6. júní  kl. 14:00  Álftanes – FRAM
Mjólkurbikar karla Bessastaðavöllur
Mán. 8. júní  kl. 20:00  FRAM – Grindavík
Mjólkurbikar kvenna FRAMvöllur.
Lau. 20. júní  kl. 13:00  FRAM – Leiknir F.
Lengjudeild karla FRAMvöllur
Sun. 21. júní  kl. 13:30  Fjarðab/Höttur/Leiknir – FRAM
2. deild kvenna Fjarðabyggðarhöllin
Fös. 26. júní  kl. 19:15 FRAM – ÍR
2. deild kvenna FRAMvöllur
Sun. 28. júní  kl. 16:00  Magni – FRAM
Lengjudeild karla Grenivíkurvöllur

Samstarfsaðilar