Knattspyrnufélagið FRAM

Gunnar Gunnarsson endurnýjar samning sinn

Miðvörðurinn öflugi Gunnar Gunnarsson hefur endurnýjað samning sinn við knattspyrnudeild Fram.  Samningurinn gildir til tveggja ára eða út keppnistímabilið 2022.

Gunnar gekk til liðs við Fram frá Þrótti í júlí og lék 12 leiki með liðinu í Inkasso-deildinni.  Mikil ánægja var með frammistöðu Gunnars í Frambúningnum og því mikið gleðiefni að hann hafi ákveðið að taka slaginn með liðinu næstu tvö árin.

Gunnar sem er 26 ára gamall er uppalinn Stjörnumaður en hefur á ferli sínum einnig leikið með Víkingi, Hamri, Gróttu, Val, Haukum og Þrótti.  Alls á hann að baki 96 deildar- og bikarleiki á sínum ferli og hefur skorað í þeim 7 mörk.

Knattspyrnudeild Fram er ánægð með að hafa tryggt sér áframhaldandi þjónustu Gunnars og væntir mikils af honum á komandi árum.

Á döfinni

Fös. 17. jan. Grótta 23 – 31 FRAM U
Grill 66 deild kvenna Seltjarnarnes
Lau. 18. jan. Stjarnan 25 – 32 FRAM
Olísdeild kvenna Mýrin
Lau. 18. jan. FRAM 2 – 3 Leiknir R.
Reykjavíkurmót karla Egilshöll
Sun. 19. jan. FRAM U 37 –  17 Krían
2. deild karla  FRAMhús
Fös. 24. jan. kl. 21:00  FRAM – Víkingur
Reykjavíkurmót karla Egilshöll
Lau. 25. jan. kl. 14:00 FRAM – HK
Olísdeild kvenna FRAMhús
Sun. 26. jan. kl. 14:00 FRAM U – Stjarnan U
Grill 66 deild kvenna FRAMhús
Þri. 28. jan. kl. 19:30  Haukar – FRAM
Olísdeild karla Ásvellir
Fös. 31. jan. kl. 20:30 FRAM U –  Hörður
2. deild karla  FRAMhús

Samstarfsaðilar