Knattspyrnufélagið FRAM

Guðmundur Helgi Pálsson hættir sem þjálfari mfl. karla í handbolta

Handknattleiksdeild Fram og Guðmundur Helgi Pálsson hafa komist að samkomulagi um að Guðmundur stígi til hliðar sem þjálfari meistaraflokks karla.

Við viljum þakka Guðmundi fyrir óeigingjarnt starf í þágu deildarinnar undanfarin ár.

Guðmundur tók við liðinu í júlí 2016 á mjög erfiðum tímum og náði að byggja upp lið á undraverðan hátt eftir að margir leikmenn yfirgáfu félagið. Hann kom liðinu meðal annars í undanúrslit Íslandsmótsins tímabilið 2016 – 2017 og svo í úrslit í bikarkeppni árið eftir.

Handknattleiksdeild Fram þakkar Guðmundi vel unnin störf og óskar honum góðs gengis í framtíðinni.

Fyrir hönd stjórnar handknattleiksdeildar FRAM
Bjarni Kristinn Eysteinsson
Formaður

Á döfinni

Lau. 14. des. kl. 16:00 FRAM – Afturelding 
Olísdeild karla FRAMhús

Lau. 11. jan. kl. 15:00 FRAM U –  FH
Grill 66 deild kvenna FRAMhús
Lau. 11. jan. kl. 15:15  Valur – FRAM
Reykjavíkurmót karla Egilshöll
Fös. 17. jan. kl. 19:30 Grótta – FRAM U
Grill 66 deild kvenna Seltjarnarnes
Lau. 18. jan. kl. 16:00 Stjarnan – FRAM
Olísdeild kvenna Mýrin
Lau. 18. jan. kl. 17:15  FRAM – Leiknir R.
Reykjavíkurmót karla Egilshöll
Lau. 19. jan. kl. 14:30 FRAM U –  Krían
2. deild karla  FRAMhús

Samstarfsaðilar