Knattspyrnufélagið FRAM

Guðmundur Helgi Pálsson hættir sem þjálfari mfl. karla í handbolta

Handknattleiksdeild Fram og Guðmundur Helgi Pálsson hafa komist að samkomulagi um að Guðmundur stígi til hliðar sem þjálfari meistaraflokks karla.

Við viljum þakka Guðmundi fyrir óeigingjarnt starf í þágu deildarinnar undanfarin ár.

Guðmundur tók við liðinu í júlí 2016 á mjög erfiðum tímum og náði að byggja upp lið á undraverðan hátt eftir að margir leikmenn yfirgáfu félagið. Hann kom liðinu meðal annars í undanúrslit Íslandsmótsins tímabilið 2016 – 2017 og svo í úrslit í bikarkeppni árið eftir.

Handknattleiksdeild Fram þakkar Guðmundi vel unnin störf og óskar honum góðs gengis í framtíðinni.

Fyrir hönd stjórnar handknattleiksdeildar FRAM
Bjarni Kristinn Eysteinsson
Formaður

Á döfinni

Lau. 30. maí  FH 2 – 0 FRAM
Æfingaleikur karla Kaplakrikavöllur
Lau. 6. júní  kl. 14:00  Álftanes – FRAM
Mjólkurbikar karla Bessastaðavöllur
Mán. 8. júní  kl. 20:00  FRAM – Grindavík
Mjólkurbikar kvenna FRAMvöllur.

Samstarfsaðilar