Knattspyrnufélagið FRAM

Sigfús Árni Guðmundsson semur við FRAM til þriggja ára

Knattspyrnudeild FRAM hefur samið við  Sigfús Árna Guðmundsson til næstu þriggja ára.   Sigfús Árni er fæddur árið 2004 og hefur leikið með FRAM frá unga aldri. 

Sigfús er enn í 3. fl. en hefur verið að leika með 2. fl.og núna í haust hefur hann fengið að taka þátt í æfingum mfl. ka.   Sigfús hefur átt sæti í æfingahópum Íslands U15 og núna síðast í æfingahópi Íslands U16.

Sigfús er klárlega einn af okkar framtíðarleikmönnum og verður
spennandi að fylgjast með drengnum þroskast í fótboltanum á komandi árum. 

Til hamingju Sigfús Árni

ÁFRAM FRAM

Á döfinni

Lau. 30. maí  FH 2 – 0 FRAM
Æfingaleikur karla Kaplakrikavöllur
Lau. 6. júní  kl. 14:00  Álftanes – FRAM
Mjólkurbikar karla Bessastaðavöllur
Mán. 8. júní  kl. 20:00  FRAM – Grindavík
Mjólkurbikar kvenna FRAMvöllur.

Samstarfsaðilar