Knattspyrnufélagið FRAM

Vel heppnað Jólamót Fram og KIA

Jólamót Fram og KIA fyrir 6. flokk karla í knattspyrnu var haldið í Egilshöll laugardaginn 7. desember.  Þetta mót hefur fest sig í sessi sem einn stærsti viðburður í starfi knattspyrnudeildar Fram ár hvert.  Í ár var metþátttaka en alls voru 105 lið frá 9 félögum skráð til leiks og heildarfjöldi þátttakenda um 600 talsins.  Gleðin skein úr hverju andliti og mótið fór í alla staða afar vel fram.

Það er ljóst að mót af þessari stærðargráðu verður ekki haldið nema með aðkomu fjölda sjálfboðaliða.  Dómsgæsla var í höndum eldri iðkenda og stór hópur foreldra tók þátt í undirbúningi og framkvæmd mótsins; afgreiddu í sjoppunni, stilltu upp mörkum og merktu velli, útveguðu þátttökuverðlaun o.s.frv.  Starf sjálfboðaliða er öllum íþróttafélögum gríðarlega mikilvægt og eiga allir sem aðstoðuðu á Jólamóti Fram og KIA miklar þakkir skildar.

Knattspyrnudeild Fram þakkar jafnframt bakhjörlum mótsins kærlega fyrir stuðninginn en þeir voru KIA, Hamborgarafabrikkan, Danól og Leikspjöld.

Á döfinni

Fim. 2. júlí  Álftanes 3 – 1 FRAM
2. deild kvenna Bessastaðavöllur
Fös. 3. júlí  FRAM 1 – 0 Afturelding
Lengjudeild karla Framvöllur
Þri. 7. júlí  kl. 19:15  Víkingur Ó – FRAM
Lengjudeild karla Ólafsvíkurvöllur
Lau. 11. júlí  kl. 14:00  FRAM – Leiknir R.
Lengjudeild karla Framvöllur
Mán. 13. júlí  kl. 19:15  HK – FRAM
2. deild kvenna Kórinn

Samstarfsaðilar