Knattspyrnufélagið FRAM

Tveir frá FRAM í æfingahóp KSÍ „Þjálfun saman“

KSÍ hefur valið hóp sem kemur saman og tekur þátt í
verkefninu “Þjálfum saman æfing” / Suðvestur horn. Hópurinn kemur saman á æfingu
á vegum KSÍ fimmtudaginn 19.mars kl. 16:30 á Hertz vellinum sem er heimavöllur
ÍR-inga. Að þessu sinni eru æfingarnar í samstarfi við ÍR og Leiknir R. og
verða þjálfarar frá báðum félögum á æfingunni ásamt þjálfurum frá KSÍ.

Við FRAMarar erum stoltir af því að eiga tvo fulltrúa í
þessum æfingahópi en þeir sem voru valdir frá FRAM að þessu sinni eru:

Mikael Trausti Viðarsson               FRAM
Stefán Orri Hákonarson                 FRAM

Gangi ykkur vel drengir.

ÁFRAM FRAM

Á döfinni

Fös. 13. mars kl. 19:30  FRAM – Stjarnan
Olís deild kvenna FRAMhús   FRESTAÐ
Sun. 15. mars kl. 18:00  Fjölnir – FRAM U
Grill 66 deild kvenna Dalhús  FRESTAÐ
Mið. 18. mars kl. 19:15  FRAM – Selfoss
Olís deild karla FRAMhús  FRESTAÐ
Lau. 21. mars kl. 15:30  FRAM U – ÍBV U
2. deild karla 
FRAMhús  FRESTAÐ

Samstarfsaðilar