Knattspyrnufélagið FRAM

Unglingaráð Handknattleiksdeildar Fram auglýsir eftir þjálfara fyrir yngri flokka 2020-2021

Leitað
er 1-2 aðalþjálfara fyrir flokka, sem bætast við núverandi hóp yfir 20
aðalþjálfara.

Það sem
við sækjumst eftir er fagmennska, áreiðanleiki, menntun í eða tengda faginu,
góð samskiptahæfni, ástríða , vilji til að búa til skemmtilega og metnaðarfulla
hópa og einhverra ára reynsla við þjálfun eða kennslu. Um er að ræða vinnu
síðdegis, kvöldin og jafnvel stundum um helgar. 

Fram er
öflugt félag með mikla sögu, gott og öflugt teymi þjálfara, góða umgjörð og
öflug lið í flestum flokkum og leggur áherslu á gott samstarf, samvinnu, góðan
anda og þátttöku foreldra. Yfirþjálfari er Guðmundur Árni Sigfússon.

Fram er
með gott utanumhald um leiki og mót, þjálfunarstefnu sem byggir á skýrum
markmiðum, aðferðum og leiðum fyrir hvern flokk, öflugt unglingaráð og hefur
fengið verðlaun HSI fyrir yngriflokkastarf. Fram vinnur í þéttu samstarfi við
HSI, ÍSÍ, IBR og aðila í atvinnulífinu.

Umsækjendur
sendi inn umsóknir sem tiltaka menntun og fyrri störf við fagið, til Bergur
Pálsson, bergurp@hotmail.com,
stjórnanda fagráðs Unglingaráðs Handknattleiksdeildar Fram.  Umsóknir eru
trúnaðarmál.

Umsóknarfrestur
er til 3. apríl 2020.

fh
unglingaráðs
Bergur Pálsson

Á döfinni

Fim. 2. júlí  Álftanes 3 – 1 FRAM
2. deild kvenna Bessastaðavöllur
Fös. 3. júlí  FRAM 1 – 0 Afturelding
Lengjudeild karla Framvöllur
Þri. 7. júlí  kl. 19:15  Víkingur Ó – FRAM
Lengjudeild karla Ólafsvíkurvöllur
Lau. 11. júlí  kl. 14:00  FRAM – Leiknir R.
Lengjudeild karla Framvöllur
Mán. 13. júlí  kl. 19:15  HK – FRAM
2. deild kvenna Kórinn

Samstarfsaðilar