Knattspyrnufélagið FRAM

Karólina Bæhrenz í Fram!

Það er handknattleiksdeild Fram mikil ánægja að tilkynna að Karólína Bæhrenz hefur skrifað undir tveggja ára samning við Fram. Karólína er öllum handboltaunnendum vel kunn enda ein fremsta handknattleikskona landsins en hún á fjölda titla með Gróttu og Val. Ásamt Gróttu og Val hefur hún leikið með ÍBV hér heima en hún lék einnig erlendis um skeið. Karólína hefur leikið 21 leik með landsliði Íslands.

Það er ljóst að koma Karólínu er mikilvæg styrking fyrir besta kvennalið landsins sem ætlar sér stóra hluti á næsta tímabili. Hún mun hjálpa okkur að fylla í skarð þeirra leikmanna sem ekki geta tekið fullan þátt í næsta tímabili vegna annarra og mikilvægari verkefna.

Velkomin í Fram Karólína.

Áfram FRAM.

Á döfinni

Mán. 3. ágúst  kl. 17:00  FRAM – Vestri Frestað
Lengjudeild karla Framvöllur
Lau. 8. ágúst  kl. 14:00  FRAM – Fjarðab/Höttur/Leiknir F. Frestað
2. deild kvenna Framvöllur
Lau. 8. ágúst  kl. 16:00  Keflavík – FRAM Frestað
Lengjudeild karla Keflavíkurvöllur

Samstarfsaðilar