Knattspyrnufélagið FRAM

Copa America knattspyrnuskóli Fram í ágúst

10. – 21. ágúst mun knattspyrnudeild Fram bjóða upp á Copa America knattspyrnuskóla og útilífsnámskeið fyrir krakka á aldrinum 5 til 12 ára.

Copa America knattspyrnuskóli Fram – drengjaskóli og stúlknaskóli

Þjálfarar námskeiðsins verða leikmenn meistaraflokka Fram, karla og kvenna, ásamt yngri flokka þjálfurum.

Hópnum verður skipt upp þannig að boðið er upp á sérstakan stúlknaskóla og drengjaskóla.  Að auki verður þátttakendum skipt upp eftir aldri, reynslu og getu þannig að allir fái verkefni við hæfi.

 

Útilífsnámskeið knattspyrnudeildar FRAM

Knattspyrnudeild Fram býður upp á útilífsnámskeið í Úlfarsárdal þar sem áhersla er á útiveru, vettvangsferðir, leiki og fótbolta. 

Um er að ræða eftirfarandi námskeið: 

Námskeið 1. 10. – 14. ágúst 2020 
Útilífsnámskeið 9:00 til 12:00
Knattspyrnuskóli 13:00 til 16:00  
 
8.000 krónur
8.000 krónur

Námskeið 2. 17. – 21. ágúst 2020 
Útilífsnámskeið 9:00 til 12:00
Knattspyrnuskóli 13:00 til 16:00  

 
8.000 krónur
8.000 krónur

Verð fyrir knattspyrnuskóla og útilífsnámskeið í eina viku er 15.000 krónur.

Verð fyrir knattspyrnuskóla í tvær vikur er 15.000 krónur.

Verð fyrir útilífsnámskeið í tvær vikur er 15.000 krónur.

Verð fyrir knattspyrnuskóla og útilífsnámskeið í tvær vikur er 29.000 krónur.
Þátttakendur eiga að mæta með sitt eigið nesti

Skráning er hafin á fram.felog.is.

Á döfinni

Mán. 3. ágúst  kl. 17:00  FRAM – Vestri Frestað
Lengjudeild karla Framvöllur
Lau. 8. ágúst  kl. 14:00  FRAM – Fjarðab/Höttur/Leiknir F. Frestað
2. deild kvenna Framvöllur
Lau. 8. ágúst  kl. 16:00  Keflavík – FRAM Frestað
Lengjudeild karla Keflavíkurvöllur

Samstarfsaðilar