Knattspyrnufélagið FRAM

Tryggingamál iðkenda

Meginreglan er að iðkendur Knattspyrnufélagsins FRAM eru ekki tryggðir á vegum félagsins þó þeir stundi æfingar og keppni á vegum þess.  Iðkendur félagsins kunna að eiga rétt til bóta úr íþróttaslysasjóði ÍSÍ sbr. reglugerð sambandsins um sjóðinn (www.isi.is) eða frá Tryggingastofnun ríkisins sbr. reglugerð Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins frá 2002 (www.tr.is). 

Iðkendur eða forráðamenn þeirra bera sjálfir ábyrgð á að afla tilskilinna gagna.  Nauðsynleg eyðublöð fyrir tilkynningu er hægt að nálgast á heimasíðu ÍSÍ undir Íþróttaslysasjóður. Aðstoð við útfyllingu og frágang skjala er hægt að fá á skrifstofu FRAM

Eftirfarandi á við samningsbundna leikmenn meistaraflokka.

Knattspyrnufélagið FRAM greiðir sjúkrakostnað samningsbundinna leikmanna meistaraflokka skv eftirfarandi:

Skrifstofa FRAM annast öll samskipti við íþróttaslysasjóð ÍSÍ og sækir í sjóðinn endurgreiðslur vegna sjúkrakostnaðar skv gildandi reglum sjóðsins á hverjum tíma.  Sjóðurinn greiðir tiltekið hlutfall kostnaðar (40% í janúar 2015) gegn framvísun fullnægjandi gagna.

Eftirfandi fæst endurgreitt að hluta hjá ÍSÍ gegn framvísun frumrits reiknings:

læknisviðtöl

myndataka

segulómun

aðgerðir

sjúkraþjálfun (Ath. Það verður að fylgja beiðni læknis)

Sækja þarf um innan 12 mánaða eftir að slysið á sér stað. Það þarf að fylla út umsókn varðandi hvert slys.  Eyðublaðið er m.a. að finna á heimasíðu ÍSÍ, www.isi.is undir liðnum Íþróttaslys. (beinn hlekkur í eyðublaðið hér).

Ef lækniskostnaður (læknisviðtöl, myndatökur, ómun, aðgerðir) er kominn yfir viðmið Sjúkratrygginga Íslands á sama almanaksári þá stofnast inneign hjá Sjúkratryggingum Íslands vegna hluta kostnaðar yfir viðmiðunarmörkum.  Í þeim tilfellum þá þarf að fylgja málinu afrit af greiðsluyfirliti frá Sjúkratrygginum Íslands þar sem fram kemur upphæð inneignar/endurgreiðslu Sjúkratrygginga.

Hvað fæst EKKI endurgreitt hjá ÍSÍ

kostnaður vegna sjúkrabíls eða flugfargjalda í tengslum við lænkisþjónustu

lyfjakostnaður

stoðtæki

tannslys

ÍSÍ tekur ekki þátt í kostnaði þjónustu sem ekki er niðurgreidd af Sjúkratryggingum Íslands.

 

Reglugerð um sjóðinn er einnig að finna á heimasíðu ÍSÍ – það er alltaf gott að lesa hana yfir.

Hvernig þarf að bera sig að

Fylla út eyðublaðið og fá kvittun og stimpil hjá Skrifstofu FRAM (innan 12mán.).

Senda eyðublaðið og öll nauðsynleg fylgigögn til skrifstofu FRAM (ath. þessi gögn þurfa að vera frumrit).

FRAM greiðir þann hluta sjúkrakostnaðar sem ÍSÍ greiðir ekki, þó þannig að Fram greiðir ekki frekar en ÍSÍ fyrir, stoðtæki eða tannslys.

ATH ofangreindar reglur gilda einungis um samningsbundna leikmenn meistaraflokka FRAM.  FRAM tekur ekki þátt í sjúkrakostnaði annarra iðkenda.

Einnig bæta Sjúkratryggingar Íslands tjón vegna tannlækninga (skv. gjaldskrá) ef ekki er réttur til endurgreiðslu annars staðar.

Það er mikilvægt að benda á það að samkvæmt íslenskum lögum bera þau félög og samtök sem standa fyrir félags- og tómstundastarfi ekki sjálfkrafa ábyrgð á slysum sem börn verða fyrir í starfinu. Frekari upplýsingar www.ibr.is/tryggingar

 

Á heimasíðu ÍBR:

Börn og ungmenni fá tjón af völdum slyss, t.a.m. tannlæknakostnað, ekki greiddan af öðrum, nema einhver beri skaðabótaábyrgð á slysinu.

Skilyrði skaðabótaábyrgðar eru m.a. að sá sem krafinn er um bætur eigi sök á slysinu.

Ef barn eða ungmenni slasast í óhappi sem engum verður kennt um ber sá sem stendur fyrir félags- og tómstundastarfinu þess vegna ekki ábyrgð á því.

Sá sem stendur fyrir starfinu ber hins vegar skaðabótaábyrgð ef starfsmenn hans, launaðir eða ólaunaðir, hafa sýnt af sér sök, t.a.m. vanrækslu við að gæta barna, og það veldur slysi.

Sá sem stendur fyrir starfinu, eða umráðamaður aðstöðu, getur orðið bótaskyldur ef aðbúnaður er ófullnægjandi og slys verður vegna þess.

Börn og ungmenni geta þurft að bæta öðrum börnum tjón sem þau valda þeim.

Heimilistryggingar fela langoftast í sér ábyrgðartrygginguvegna tjóns sem börn valda og sumar fela líka í sér slysatryggingar vegna tjóns sem börn valda og sumar fela líka í sér slysatryggingu vegna slysa sem börn verða fyrir í frítíma. Þar sem að slíkum slystryggingum sleppir er barn eða ungmenni ekki tryggt í félags- og tómstundastarfinu frekar en þegar það er úti að leik.

 

Knattspyrnufélagið FRAM

 

Á döfinni

Fös. 14. ágúst  kl. 18:00  FRAM – ÍBV
Lengjudeild karla Framvöllur
Sun. 16. ágúst  kl. 14:00  FRAM – Hamrarnir
2. deild kvenna Framvöllur
Mið. 19. ágúst  kl. 18:00  FRAM – Magni
Lengjudeild karla Framvöllur
Fös. 21. ágúst  kl. 19:15  ÍR – FRAM
2. deild kvenna ÍR-völlur

Samstarfsaðilar