Vilhjálmur Guðmundsson hjá Taekwondodeild FRAM vann um helgina til gullverðlauna á feikna sterku A – móti í evrópsku mótaröðinni í -68 kg. Mótið var haldið í Svíþjóð og voru yfir 1000 keppendur skráðir til leiks, frá 45 þjóðlöndum, og í ýmsum þyngdarflokkum. Vilhjálmur hafði mikla yfirburði í sínum þyngdarflokki og vann t.a.m. úrslitabardagann 17 – 4, en þá stoppaði bardagstjóri bardagann, áður en að keppnistíminnn var útrunninn. Ástæðan var einföld. Yfirburðir Vilhjálms voru svo mikilir yfir andstæðing sínum að bardaginn var stöðvaður og Vilhjálmur lýstur sigurvegari.