fbpx

Starfsemin hafin, vertu með!

Skokk- og gönguhópur Fram
Grafarholti og Úlfarsárdal

Skokk- og gönguhópur Fram í Grafarholti og Úlfarsárdal er opinn öllum sem vilja stunda holla hreyfingu í góðum félagsskap, reynda sem óreynda.

Æfingar: Æfingar eru alls fjórum sinnum í viku. Tvisvar í viku eru styrktaræfingar í íþróttasal Sæmundarskóla (þriðjudaga og fimmtudaga). Aðra tvo daga í viku eru æfingar úti (mánudaga og laugardaga), en þá er gengið eða hlaupið allt eftir getu og áhuga hvers og eins.

Þjálfari: Mæja (ÍAK þjálfari) sér um æfingar í sal, auk þess að leiðbeina þeim þátttakendum sem vilja við að skipuleggja aðra hreyfingu sína, s.s. um útbúnað og áætlanir varðandi hlaup og/eða göngu. Áhersla er lögð á að skipuleggja æfingar hvers og eins eftir hans getu og óskum.

Heimasíðan: Skipulag útiæfinga verður birt vikulega á heimasíðu hópsins (www.skokkhopur.blog.is), auk frétta af hópnum og tilkynningar vegna æfinga. Hópurinn er líka á fésbókinni!

Hvar á að mæta? Allar æfingar hefjast við aðalinngang Ingunnarskóla. Hægt er að mæta beint í styrktaræfingar í Sæmundarskóla, en mælt er með að hita upp með útihlaupi frá Ingunnarskóla kl. 17:30.

Frítt í janúar 2012! Kostnaði þátttakenda er stillt í hóf og eru aðeins greiddar 6.000 kr fyrir hverja fjóra mánuð. Til að gefa sem flestum kost á að prófa verður hins vegar ekkert þátttökugjald fyrir janúar 2012 og eru sem flestir hvattir til að mæta og prófa að vera með í einn mánuð án frekari skuldbindinga! Er nokkuð betra í upphafi nýs árs?

Hlökkum til að sjá sem flesta
Almenningsíþróttadeild Fram

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!