Taekwondofólkið okkar var um helgina í Trelleborg í Svíþjóð þar sem þau tóku þátt í sterku A móti í Taekwondo. FRAM sendi 6 keppendur á mótið og er skemmst frá því að segja að þar vann Vilhjálmur Sveinn Guðmundsson gull í -68 kg flokki í bardaga og Helgi V. Arnarsson fékk svo brons í – 53 flokki í bardaga.
Vilhjálmur er með 4.kup. rautt belti og keppti í flokki cadet, Helgi er með 1.kup. rautt belti m.3. svörtum röndum og keppti í flokki cadet. Þetta verður að teljast mjög góður árangur ásamt því að aðrir keppendur frá okkur í FRAM stóðu sig vel á mótinu og örugglega verði skemmtilegt og lærdómsríkt að taka þátt í svona sterku móti.
Þetta er til marks um þá miklu grósku sem núna er í taekwondodeild FRAM og verður spenndi að fylgjast með á komandi árum. Til hamingju !
Share this post
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email