Um helgina var haldið Unglingameistaramót í Tungudal Ísafirði . Þar var keppt í flokki 13-16 ára í svigi og stórsvigi og samhliðasvigi.
Á föstudaginn var keppt í svigi og endaði Jón Gunnar Guðmundsson í 1 sæti, Bjarki Guðjónsson SKA í 2 sæti, Karl Vernharður Þorleifsson Dalvík í 3 sæti.
Á laugardeginum var keppt í stórsvigi og endaði Jón Gunnar Guðmundsson í 1 sæti, Arnaldur Karl Einarsson Breiðablik í 2 sæti, Björn Ásgeir Guðmundsson Ármanni 3 sæti.
Á sunnudeginum var keppt í samhliðasvigi og endaði Jón Gunnar Guðmundsson í 4 sæti.
Jón Gunnar er þrefaldur Unglingameistari /Íslandsmeistari í flokki 13 ára svigi, stórsvig og alpatvíkeppni.
Úrslit er að finna á heimasíðu skíðafélags Ísafjarðar www.snjor.is
Helgina 17-18 mars var haldið stórsvigsmót í Skálafelli í flokki 15-19 ára.
Högni Hjálmtýr Kristjánsson varð í 5.sæti í stórsvigi laugardaginn 17 mars og
sunnudaginn 18 mars endaði hann í 4.sæti.