fbpx

Allt komið á fullt í fótboltanum og yngstu flokkarnir að standa sig vel

Nú eru stóru mótin í fótboltanum að byrja, Norðurálsmótið í 7. fl. ka fór fram um helgina og stóðu strákarnir okkar sig vel fengu meðal annars viðkenningu fyrir heiðarlega framkomu og háttvísi á vellinum. Ekki ónýtt að fá slíka viðkenningu á jafn stóru móti. Frábært strákar.

Stelpurnar okkar í 5. fl.kvenna léku á pæjumótinu í Eyjum um helgina og gekk mótið vel og stelpunar stóðu sig vel. Allir komu hressir og kátir heim eftir skemmtilegt mót í eyjum. fullt af flottum myndum af stelpunum á þessari slóð http://paejumot.ibv.is/myndir/myndir/id/87

Strákarnir okkar í 6. fl. ka. eru þessa dagana að leika á Íslandsmótinu í fótbolta “Pollamóti KSÍ ” og í gær lék hluti þeir á Framvelli í Safamýri. Strákarnir léku vel og A og B lið FRAM töpuðu ekki leik en A liðið komst áfram í úrslit en B liðið okkar datt út á markamun. Fleiri lið munu svo leika í dag.

A lið FRAM sigraði alla sína leiki í gær.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!