Síðari umspilsleikurinn í rimmunni við Þrótt fór fram í gær. Þróttur vann fyrri viðrueignina 3-0 og var því ljóst að við ramman reip var að draga í þessum leik. Leikurinn fór rólega af stað og jafnræði var með liðinum en þegar leið á tóku Þróttarar völdin og uppskáru mark á 14 mínút leiksins eftir vandræðagang í vörninni. Þróttara slökktu svo endanlega allar vonir stelpnanna okkar með öðru marki skömmu seinna. Eftir seinna mark Þróttara slökknaði einfaldlega á stelpunum okkar og náðu Þróttarar að bæta við tveimur mörkum í seinni hálfleik. Svekkjandi endir á annars frábæru sumri þar sem stelpurnar spiluðu á köflum frábæran fótbolta og ljóst er að þetta lið er komið til að vera og setur að sjálfsögðu stefnuna á meðal þeirra bestu að ári.
Meistaraflokkur kvenna vill að lokum þakka öllum þeim sem lögðu leið sína á leiki liðsins í sumar fyrir stuðninginn.
ÁFRAM FRAM!