fbpx

Draumurinn úti hjá stelpunum

Síðari umspilsleikurinn í rimmunni við Þrótt fór fram í gær. Þróttur vann fyrri viðrueignina 3-0 og var því ljóst að við ramman reip var að draga í þessum leik. Leikurinn fór rólega af stað og jafnræði var með liðinum en þegar leið á tóku Þróttarar völdin og uppskáru mark á 14 mínút leiksins eftir vandræðagang í vörninni. Þróttara slökktu svo endanlega allar vonir stelpnanna okkar með öðru marki skömmu seinna. Eftir seinna mark Þróttara slökknaði einfaldlega á stelpunum okkar og náðu Þróttarar að bæta við tveimur mörkum í seinni hálfleik. Svekkjandi endir á annars frábæru sumri þar sem stelpurnar spiluðu á köflum frábæran fótbolta og ljóst er að þetta lið er komið til að vera og setur að sjálfsögðu stefnuna á meðal þeirra bestu að ári.

Meistaraflokkur kvenna vill að lokum þakka öllum þeim sem lögðu leið sína á leiki liðsins í sumar fyrir stuðninginn.

ÁFRAM FRAM!

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0