fbpx

Yfirburðar sigur FRAM á Íslandsmóti íþróttafélaga í skák

Framarar unnu yfirburðasigur á WOW Íslandsmóti íþróttafélaganna í hraðskák, sem fram fór á Hlíðarenda á laugardag. Tíu lið kepptu á mótinu og sigraði Fram í öllum 9 viðueignum sínum, hlaut 18 stig, og alls 33,5 vinning af 36 mögulegum. Valsmenn urðu í 2. sæti og KR-ingar hrepptu bronsið.

Sigurlið Fram var skipað Jóhanni Hjartarsyni, Braga Þorfinnssyni, Helga Áss Grétarssyni og Elvari Guðmundssyni. Liðstjóri Fram var Hrafn Jökulsson. Allir fóru hinir bláklæddu á kostum.
Helgi Áss sigraði í öllum skákum sínum og rakaði inn 9 vinningum, Elvar fékk 8,5 og þeir Bragi og Jóhann 8.

Valsmenn og KR-ingar veittu Fram harða keppni framan af, en Fram hafði tryggt sér titilinn þegar ein umferð var eftir, með 4-0 sigri á KR.

Með Valsmönnum tefldu Jón L. Árnason, Jón Viktor Gunnarsson, Róbert Harðarson, Ólafur B. Þórsson, Tómas Björnsson og Arnaldur Loftsson.

Bronssveit KR skipuðu Sigurður Daði Sigfússon, Einar Hjalti Jensson, Sigurbjörn Björnsson og Magnús Örn Úlfarsson.

Lokaúrslit urðu: 1. Fram 18 stig, 2. Valur 16 stig, 3. KR 14 stig, 4. KA 10 stig, 5. Þróttur 9, 6. Breiðablik 7 stig, 7. ÍBV 7 stig, 8. Akranes 6 stig, 9. Selfoss 2 stig, 10. Leiknir 1 stig.

Frétt tekin af skák.is

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0