fbpx

FRAM leikur báða leikina heima í EHF Cup

Meistaraflokkur kvenna FRAM í handbolta leikur báða leiki sína í 2. umferð EHF Cup heima.

Samningar hafa tekist milli Handknattleiksdeildar FRAM og Trentnes Bergen, frá Noregi, um að leikir liðanna í 2. umferð EHF Cup keppninni fari báðir fram á Íslandi. Leikið verður helgina 20. – 21. október n.k.

Trentnes Bergen er eitt af sterkustu liðum norsku deildarinnar og endaði i 4. sæti deildarinnar síðasta vetur. Liðið sigraði í sínum fyrsta leik í norsku deildinni nú um helgina lið Glassverket örugglega 34 – 24.

Með lið Hertnes Bergen leikur einn fyrrum leikmaður FRAM, en það er Hildigunnur Einarsdóttir, sem gekk til liðs við norska liðið frá Val í sumar.

Handknattleiksdeild FRAM er mjög ánægð með að geta boðið áhugamönnum um handknattleik upp á að sjá eitt af bestu liðum Noregs etja kappi við FRAM.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!