Meistaraflokkur karla hélt suður með sjó til að sækja heimamenn í Keflavík heim. Ferð þessi verður sennilega seint talin til fjár. Strákarnir okkar byrjuðu leikinn þó ágætlega og settu smá pressu á heimamenn en svo varð handahófskenndur varnarleikur til þess að Keflvíkingar náðu að skora fyrsta markið um miðjan hálfleikinn. Eftir markið sótti Keflavík heldur í sig veðrið og gátum við þakkað fyrir að vera ekki tveimur mörkum undir í hálfleik sérstaklega eftir að Alan var rekinn af velli. Strákarnir komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og voru staðráðnir að setja mark og pressuðu heimamenn stíft fyrstu tíu mínútur hálfleiksins en þá skora Keflvíkingar sitt annað mark eftir mistök í vörn okkar manna. Eftir þetta mark tók við kafli sem allir FRAmarar vilja gleyma sem fyrst en lokatölur leiksins urði 5-0 Keflavík í vil. Ljóst er að um algjöran lífróður er um að ræða í síðustu þremur leikjum liðsins og eru allir FRAMarar hvattir til þess að fjölmenna í Laugardalinn á fimmtudaginn og hjálpa strákunum á móti Stjörnunni.
ÁFRAM FRAM!