Meistaraflokkur karla heimsótti bikarmeistara Hauka heim í Hafnarfjörðinn í 1. umferð N1 deildar karla.
Mikil endurnýjun hefur átt sér stað í herbúðum strákan og koma Einar og Daði með frekar ungan og óreyndan hóp til leiks, en hóp sem hefur alla burði til að gera góða hluti.
Ljóst var fyrirfram að á brattann yrði að sækja fyrir hið unga lið okkar. Haukar tóku völdin strax í upphafi. Helst var það vörn og markvarsla sem var að bregðast í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 20-11 fyrir Hauka.
Einar og strákarnir fór vel yfir málin í hálfleik og komu einbeittari til leiks í síðari hálfleik. Um miðjan hálfleikinn náðu strákarnir að minnka muninn í tvö mrök en svo silgdu Haukarnir aftur framúr og sigldu sigrinum í höfn. Lokatölur 31-24.
Hornamennirnir Þorri Gunnars og Ólafur Magnússon áttu fínan leik og voru báðir með 100% nýtingu á skotum sínum. Eins munaði miklu þegar Róbert Aron kom inná í leiknum. En það sást að ðvarnarlega munaði miklu um að hafa ekki Ægi Hrafn.
Markahæðstir voru:
Ólafur Magnússon 4 mörk
Þorri B Gunnarsson 4 mörk
Róbert Hostert 4 mörk
Sigurður Eggerts 4 mörk