Meistaraflokkur kvenna FRAM tók í kvöld á móti liði HK úr Kópavogi. Bæði lið unnu sína leiki í 1. umferðinni.
Steinunn Björnsdóttir kom inn í hópinn frá síðasta leik en hún hefur verið að jafna sig eftir aðgerð á öxl.
Stelpurnar mættu gríðarlega ákveðnar til leiks og spiluðu þétta vörn þar sem Sunna Jóns fór fremst meðal jafninga. Þær komust í 6-0 og átti HK í mesta basli með að finna smugu á vörninni með Guðrúnu Ósk í stuði á bakvið. Staðan í hálfleik var 15-3.
Meira jafnræði var með liðunum í upphafi seinni hálfleiks en svo slitnaði efti rmeð liðunum þegar um fimmtán mínútur voru eftir var staðan 24-8. Halldór þjálfari leyfði mörgum leikmönnum að spila og þessi glæsilegi hópur silgdi þessu í höfn. Lokstölur 30-12.
Guðrún Ósk átti mjög góðan leik í markinu og varði ein 20 skot á 54 mínútum. Guðrún Bjartmarz kom síðan inná síðustu mínúturnar og varði tvo skot. Þetta mun vera fyrsti leikur hennar fyrir FRAM síðan 2006.
Markahæðstar voru:
Stella Sig 8 mörk
Elísabet Gunnars 6 mörk
Sigurbjörg Jóhanns 4 mörk