fbpx

Sumarið gekk vel hjá yngri flokkum

Árangur yngri flokka knattspyrnudeildar var góður í sumar.
Mikil fjölgun var hjá yngstu flokkum stúlkna og stóðu stúlkurnar sig virkilega vel á mótum sumarsins.

Stúlkurnar í 4. flokki náði þeim frábæra árangri að sigra á Rey Cup mótinu hjá B-liðum.

Drengirnir gerðu einnig góða hluti og komst 3. flokkur upp um riðil og leikur í B-riðli á næsta tímabili og var flokkurinn aðeins hársbreidd að komast í undanúrslit Íslandsmótsins.

Flokkar sem leika í 7 manna liðum, 12 ára og yngri gerðu það líka gott og komst 5. flokkur drengja upp um riðil og leikur í A-riðli á næsta tímabili. A-liðið lék í úrslitakeppninni og stóð sig vel.

Mjög góður árangur náðist í 6. flokki drengja í Pollamóti KSÍ og munaði litlu að A-liðið færi alla leið í úrslitaleik og B-liðið lék í úrslitakeppninni einnig.

Mikill efniviður er í yngstu flokkum drengja og stúlkna og mikil fjöldi iðkenda á æfingum.

Miðað við þetta þurfum við ekki að kvíða framtíðinni og mikilvægt að áfram verði vandað til verka í uppbyggingu barna- og unglingastarfsins.


Meðfylgjandi mynd er af A-liði 6. flokks drengja sem lék í úrslitakeppni Íslandsmótsins.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!