Meistaraflokkur karla tók á móti norðanmönnum í kvöld. Þetta var fyrsti heimaleikur strákanna okkar á þessari leiktíð. Norðanmenn gerði jafntefli í síðasta leik á meðan strákarnir okkar biðu lægri hlut á móti Haukum.
Stefán Baldvin var enn fyrir utan hóp sökum meiðsla.
Mikið jafnræði var með liðunum fyrri hluta hálfleiksins en svo slitaði með liðunum og silgdu Akureyringar framúr. Það var helst óagaður sóknarleikur sem var að valda strákunum okkar vandræðum í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik 11-14.
Strákarnir okkar voru helst til þungir í upphafi seinni hálfleiks og gengu norðanmenn á lagið og náði 1-5 kafla á fyrstu mín og þennan mun náðu strákarnir okkar ekki að vinna upp. Ljóst er að ungu strákarnir eiga margt eftir ólært en það býr margt í þessu liði sem á bara eftir að verða betra og betra þegar líður á. Lokatölur 23-28.
Jón Arnar átti mjög góðan seinni hálfleik og var að nýta færin mjög vel. Eins nýtti Þorri Gunnars sín skot vel. Varnarleikurinn var framan nokk góður og komust markverðirnir meira inn í leikinn í seinni hálfleik. En lj´sot er að það þarf að skoða aðeins sóknarleikinn fyrir næstu leiki.
Markahæðstir voru:
Jón Arnar Jóns 5 mörk
Jóhann Gunnar Einars 5 mörk
Haraldur Þorvarðar 4 mörk
Þorri Gunnars 4 mörk