fbpx
Best-2012

Kristinn Ingi og Jóna Ólafs valin best

Lokahóf Knattspyrnudeildar FRAM fór fram í góðu yfirlæti á Kóngnum í Grafarholti í gærkvöld.

Þar voru saman komnir allir þeir aðilar sem hafa komið að starfi deildarinnar á líðandi keppnistímabili.

Kosning fór fram á Bestu og Efnilegustu leikmönnum flokkanna ásamt því að markakóngar voru heiðraðir.


Í 2. flokki var Baldvin Ásmundsson kosinn efnilegastur og Andri Freyr Sveinsson bestur.


Í meistaraflokki kvenna var Sara Lissy kosin efnilegust og Jóna Ólafsdóttir best ásamt því var Rósa
Hauksdóttir markdrottning.


Í meistaraflokki karla var Orri Gunnarsson kosinn efnilegastur og Kristinn Ingi Halldórsson bestur en hann var jafnframt markakóngur.

Sannarlega glæsilegur hópur og óskar KND þeim sem og öllum öðrum til hamingju með sumarið.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!