fbpx

Sæti á meðal þeirra bestu tryggt

Meistaraflokkur karla fékk lið ÍBV í heimsókn. ÍBV var í harðri baráttu við 2. sæti deildarinnar á meðan strákarnir okkar þurfti amk stig til að tryggja sig í deild þeirra bestu og því ljóst að hart yrði barist

Sveinbjörn Jónarsar og Sam Tillen voru í banni. Hlynur Atli og Steven Lennon voru báðir frá vegna meiðsla.

Fyrri hálfeikurinn fer seint í bækurnar fyrir skemmtanagildi og má áætla að kuldinn sem tók á móti mönnum í Laugardalnum hafi gjörsamlega fryst menn. Strákarnir okkar voru þó ívið betri fyrsta stundarfjórðung leiksins en svo tóku eyjmenn völdin og sóttu á köflum stíft. Eyjamenn skoruðu svo mark rétt fyrir lok hálfleiksins með skalla eftir horn.

Það var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálf þar sem liðið fór að láta boltann fljóta og náðu í kjölfarið að jafna með laglegu marki Hewson eftir laglegan sprett hjá leikmanni ársins Kristni Inga. Í kjölfarið náðu strákarnir okkar ágætis tökum a leiknum. Það var svo undir lok leiksins að Almarr klíndi sigurmarkinu með laglegu skoti. Lokatölur 2-1

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!