fbpx

Sterkur sigur í eyjum

Meistaraflokkur kvenna tók daginn snemma og hélt yfir haf til Vestmannaeyja. Eyjadömur voru fyrir leikinn taplausir með einn sigur og eitt jafntefli á móti tveimur sigrum hjá stelpunum okkar.

Stelpurnar héltu uppteknum hætti frá fyrstu tveimur leikjum liðsins og spiluðu agaða og þétta vörn. Þær náðu fljótlega tökum á leiknum og leiddu sannfærandi 10-15 í hálfleik.

Meira jafnræði var með liðunum í síðari hálfleiknum. Liðin skiptust á að skora en stelpurnar okkar voru þó alltaf skrefinu á undan og svo fór að þær unnu sannfærandi 21-27 sigur þar sem Birna Berg skoraði síðasta mark leiksins úr aukakasti eftir að leiktíma lauk.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!