fbpx

Frábær sigur hjá strákunum í Hafnarfirði

  24-29

 

Meistaraflokkur karla hélt suður í Hafnarfjörð og mætti þar liði FH. En Strákarnir okkar höfðu tvívegis á undirbúningstímabilinu skellt FH-ingum.

Strákarnir okkar voru seinir í gang og höfðu FH-ingar frumkvæðið fyrstu 10-15 mínútur leiksins. En FH komst þó aldrei langt framúr og skiptust liðin á að hafa frumkvæðið þar til flautað var til leikhlés. En staðan var jöfn 13-13 í leikhléi.

FH-ingar hófu seinni h+álfleikinn betur en Einar og strákarnir unnu sig inn í leikinn og komust yfir 20-21 þegar um tíu mínútur lifðu leiks. Strákarnir spiluðu þessar síðustu mínútur af skynsemi og silgdu góðum 24-29 sigri í höfn.

 

Það var fyrst og fremst liðsheildin sem skóp þennan sigur en þó verður að geta stórleiks Jóhanns Gunnars sem spilaði sinn besta leik í langan tíma.

 

Markahæðstir voru:

Jóhann Gunnar Einars          11 mörk

Sigurður Eggerts                   6 mörk

Róbert Hostert                      6 mörk

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!