fbpx

Jafntefli í Vodafonehöllinni

Meistaraflokkur karla sótti Valsmenn heim íVodafonehöllina. Strákunum okkar hefur á undaförnum árum gengið erfiðlega á þessum útivelli en náðu þó að kveða þann draug niður í fyrra með góðum sigri.

Hákon Stefánsson kom inn í hópinn fyrir leikinn.

Mikið jafnræði var með liðunum fyrstu mínútur leiksins. Liðin skoruðu á víxl og skiptust á að hafa forystuna. Valsmenn hertu svo tökin á leiknum um miðjan halfleikinn og fór inn í leikhlé með stöðuna 13-10.

Í upphafi síðari hálfleiks voru strákarnir okkar enn svolítið ráðvilltir en unnu sig vel inn í leikinn og komust yfir 19-20 þegar um tíu mínútur lifðu leiks. Þessar síðustu mínútur voru æsispennandi og gátu í raun bæði liðin stolið sigrinum. Lokatölur 23-23.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!