fbpx

Steven Lennon áfram í Fram

Forsvarsmenn Knattspyrnudeildar Fram og Steven Lennon funduðu í dag og urðu sammála um að Lennon spili áfram fyrir Fram næsta tímabil eins og samningur hans hljóðar uppá.
Þetta eru gleðifréttir fyrir okkur Framara enda Lennon gríðarlega öflugur leikmaður. Lennon er enn að jafna sig eftir fótbrotið sem hann hlaut síðasta sumar og lítur bataferlið vel út hjá honum en hann stefnir á að hefja knattspyrnuæfingar í nóvember.
Fram kom að Lennon er ánægður með það hugarfar og hugmyndir sem nýir forsvarsmenn Knattspyrnudeildar Fram koma með inn í félagið. Hann kveðst spenntur fyrir komandi tímabili enda hafi síðasta tímabil ekki farið eins og til stóð.
“Við erum mjög ánægðir með þessar fréttir. Lennon einn öflugasti knattspyrnumaður landsins og það er mikill akkur fyrir okkur að hafa slíkan leikmann í okkar liði”, sagði Þorvaldur Örlygsson þjálfari í samtali við Fram.is.

Knattspyrnudeild Fram

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!