fbpx
jóna11

Jóna Ólafs framlengir við FRAM

Jóna Ólafsdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hefur framlengt samning sinn við FRAM. Jóna hefur verið mikilvægur hluti af meistaraflokkinum frá því hann var endurvakinn árið 2010. Jóna sem spilaði mjög vel í sumar og átti stóran þátt í að liðið komst í umspilsleikina um sæti PEPSI deild kvenna var nú á dögunum kosin besti leikmaður meistaraflokks kvenna fyrir sumarið 2012. Jóna hefur spilað 43 leiki fyrir félagið í deild og bikar og skorað fimm mörk.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email