Meistaraflokkur kvenna heimsótt Stjörnuna í Garðabæinn. Stjarnan hefur öll verið að koma til og er skipa fyrnasterkum og reynslumiklum leikmönnum.
Í upphafi leiks var mikið jafnræði með liðunum, svo gáfu stelpurnar okkar í og náðu fjögra marka forskoti sem Stjarnan var ekki lengi að minnka niður í eitt mark. Staðan í hálfleik var 13-13.
Stelpurnar hófu seinni hálfleikinn af krafti þar sem Guðrún bjartmarz átti góða innkomu og varði dýrmæta bolta. Stella var alveg klippt útúr sóknarleiknum og tók það liðið töluverðan tíma að finna svar við því. Birna Berg tók þá af skarið og raðaði inn mörkunum. Það var svo á síðustu tíu mínutunum sem stelpurnar okkar na´ðu að sigla framúr og landa erfiðum en gríðarlega mikilvægum sigri. Lokatölur 23-26.
Liðið virtist heldur ráðvillt þegar Stella var tekin úr umferð og vantaði að aðrir leikmenn tæku af skarið en því miður spiluðu margir undir pari í kvöld. Ljósu punktarinn fyrir utan stigin tvö var innkoma Guðrúnar Bjartmarz og krafturinn í Birnu Berg sem er öll að koma til. Aðrir eiga meira inni.